Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 38

Skírnir - 01.01.1909, Side 38
38 Ur ferðasögu. Englandi, þar sem járnbrautirnar eru allar i gróðafíknum ein- staklingshöndum, til mikils meins fyrir þjóðfélagið að dómi merkra manna. Eins er að mestu í Bandaríkjunum, þar sem talið er, að þrisvar sinnum fleiri járnbrautarslys verði að tiltölu en á Þýzkalandi, mest vegna þess að járnbrautarliðið fær ekki nóga hvíld. Ofauðungarnir vilja ekki skerða tekjur sínar með því að halda nógu margt fólk. Fær fyrir það margur hroðaleg- an dauðdaga, beinbrotnar íyrst én brennur svo lifandi þegar kviknar í vagnarústunum. Þekkja menn naumast hörmulegri slys en þau sem of oft verða á járnbrautaferðum. Sú er nú ranghverfan á því að setja Loga fyrir ferðina, hann orkar meiru en nokkur hestur, en það er líka meira í húfi ef nokkuð ber útaf og taumhaldið missist. 2. Mlinchen er á stærð við Kaupmannahöfn, eða liklega öllu fólksfleiri (rúm l/2 núljón ibúa) og er einkum fræg fyrir bjór sinn og listir; listabær mestur á Þýzkalandi, og að því er ölið snertir, á Miinchen sjálfsagt engan sinn líka um víða veröld. I öðrum stórbæjum, og einkum á mjög háu stigi í Paris, er allstaðar verið að auglýsa bjór frá Míinchen, og Pscliorr Bráu, Löwenbráu o. s. frv. eru heimsfrægir drykkir. Bæverjar hafa kunnað að gera, ef ekki mat, þá drykk úr bygginu sinu, en það þrífst bezt korntegunda hjá þeim, þvi að landið liggur nokkuð hátt, Munchen 530 m yfir sjávarmál, líkt og hálendi Isl.tnds víða, með söndum og auðnum. Vísindabær er Munchen allmikill; þar hafa verið ágætis jarðfræðingar eins og Gi'imbel og Zittel, og þar var Penck, er hann hóf sínar frægu rannsóknir á isaldamenjum Alpafjallanna; og þar var Islandsvinurinn Konrad v. Maurer. Konungar í Bæverjalandi hafa verið mjög listelskir sumir, látið reisa hvert stórhýsið af öðru fyrir listasöfn og hlynt mjög að listamönnum. enda hafa ágætir málarar og aðrir listamenn safnast til borgarinnar. Og segir þó hér ekki af söfnum þess- um, þar eð lítill tími vanst til að skoða þau. Á myndasýn- ingu þar voru tvö að mér virtist rnjög vel gerð málverk frá Islandi, bæði úr Mývatnssveit, eftir F. Lissmann, Hamborg.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.