Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 31

Skírnir - 01.01.1909, Page 31
Ur ferðasögu. 31 bók sem frú Förster-Nietzsche hefir gefið út, þá hlýtur hver maður að furða sig á því þreki og þolgæði, sem þessi einstæð- ings kvenmaður sýndi, og þeirri óbilandi ást og trú á bróð- urnum sem hefir lýst sér í öllu hennar framferði. En af fram- göngu hennar sjálfrar segir þó mest milli linanna1). Einn salur í Silfurblikshöll virðist sérstaklega helgaður minningu Nietzsche. Þar eru hinar ýmsu prentanir af ritum hans, þar er bókasafn hans, og þar stendur fyrir gafli hin fræga marmaramynd af heimspekingnum eftir Max Klinger. Salurinn er einkennilega hátíðlegur, og verður ekki annað sagt, en að hinum ágæta byggingameistara van de Velde — ef eg man nafn hans rétt — hafi þar frábærlega vel tekist. Eg hafði ekki lengi beðið, og of stntt þótti mér, því að eg var ekki búinn að virða fyrir mér eins vel og eg vildi salinn sjálfan og bækur þær sem Nietzche hafði haft í höndum og huga, þegar inn kom lítill kvenmaður, látlaust búin og fjörleg i bragði. Mér brá í brún, þvi að mér var ekki ókunnugt um að systir Nietzsche mundi vera á sjötugs aldri, en þessi kona virtist miklu yngri, sléttleit og jarpt hárið ekkert farið að grána. Þetta var þó frú Förster-Nietzsche og virtist hún, eftir myndum að dæma, mjög svipuð bróður sínum, einkum augun, einkennilega blá, og nær- sýn. í öðru sást líkingin einnig brátt; Nietzche var tilfinninga- maður mjög mikill, eins og ekki leynir sér í ritum hans þrátt fyrir dóma hans um vorkunnsemina; en þegar frúin mintist bróður síns, var ekki laust við að henni vöknaði um augu stundum. Enda er víst leit á jafn sögulega hörmulegum for- iögum og þess manns, er átti svo arnfleygan huga sem fáir aðrir og sveif yfir sinum tíma, en lamaðist svo alt i einu á bezta aldri og varð eins og barn í anda, einmitt er hann var byrjaður á því verki, sem alt hans starf hafði hnigið að. En þó var það mjög mikið, einnig að vöxtum, sem hann hafði afkastað, er hann þraut, 44 ára gamlan. Rit hans eru 15 stór bindi. Það var m. a. skaði fyrir skilning heimsins á bókment- um vorum að hans skyldi ekki njóta lengur við. Hann var *) Elizabeth Förster-Nietzsche: Das Nietzsche-Archiv, seine Freunde und Feinde. Berlin 1907.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.