Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 91

Skírnir - 01.01.1909, Page 91
Erlend tiðindi. 91 Og er þó minst komið upp af því enn, sem skotið hefir rótum undir snjó og klaka þessa vetrar. Rússland hefir orðið fyrir nokkuð miklu umtali þessa mánuði síðustu, og er það af þvi', að svo hefir hizt á, að ódáðaverk stjórnarinnar, grimd lögregluliðsins og svik embættis- manna hafa orðið nokkru heyrinkunnari en vant er, eða af því, réttara sagt, að sjálft lögregluliðið og embættismennirnir hafa sagt frá þessu í þetta sinn, svo stórborgarablöð og tímarit hinna land- anna hafa ekki séð sór fært, að kalla þetta ýkjur eða lygar bylt- ingamanna. 011 veröldin hefir vitað, að minsta kosti þennan síðasta manns- aldur, að lögregluliðið í Pótursborg leigði menn til þess að æsa byltingamenn til hryðjuverka og segja síðan til þeirra sem verkin unnu, svo lögreglustjórn gæti pínt þá menn og hengt. Með þessu var unnið tvent í einu: keisararnir, keisaraekkjan og stórfurstarnir höfðu sífeldan beig af byltingamönnunum og töldu lögreglustjórnina og þjóna hennar varðhaldsengla ríkisins og lífgjafa sína, og með þessu móti trygði lögreglustjórnin sér og em- bættismönnunum sama sem eiuveldi í ríkinu. En í öðru lagi gat þessi embættisl/ður losað sig svo ekkert bar á við hvern þann mann, sem ætlaði að verða of voldugur eða erfiður og látið bylt- ingamenn lyfja honum elli. Auðvitað sór Rússastjórn og Rússavinir fyrir þetta, en tíðindin i febrúar syndu vel, hvers virði þeir eiðar voru. Maður heitir Mikael Bakai; hann var forstjóri njósnarlögreglu- liðsins í Varsjá á Pólverjalandi nokkur ár fyrir 1905 og þ itti standa vel í stöðu sinni, en þá var honum boðlð að pína fangana í fang- elsum Varsjárborgar og leggja þar píslarverkfæri á menn, konur og hálfvaxin börn. Undan þessu færðist hann og var hann þá kærður um þetta og logið sökum á hattn, refsað sem glæpamanni og sendur síðan langt inn í Síberíu. Bakai tókst nú samt að sleppa þaðan og brauzt með margföldum lífsháska yfir landamærin og kom loks fram í Parísarborg. Þar skrifaði hann í stórblað eitt um grimd þá og svívirðingar, sem beitt er í d/flissum Rússlands, og þar komst Bakai að því, í samvinnu við jafnaðarmann einn, að Azeff nokkur, öculasti foringi byltingamanna, væri hinn mesti svikari, ginti þá til morða og væri leiguþjóun lögreglustjórnarinnar, og kænti óllu upp um þá og fengi hjá stjórninni 100,000 kr. um

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.