Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 82

Skírnir - 01.01.1909, Page 82
82 Kitdómar. manna í Reykjavík, og brét' þau frá Brynjólfi Péturssyni og Rosenörn, sem höf. meðal annars byggir röksemdaleiðslu sína á, og hefir því látið prenta þau i »Viðaukum«, eru í alla staði stórmerkileg. Svar Brynjólfs, þegar Rosenörn innanrikisráð- herra fór þess á leit við liann að taka að sér konungsfulltrúa- embættið á hinum væntanlega þjóðfundi, mun flestum íslenzkum lesendum minnisstætt: »par sem um Islands velferð er að gera um aldar og œfi, get eg samvizku minnar vegna ekki tekist kom- missarií embcettið á hendur, nema sljórnin fallist á uppástungur mínar«.*) Loks tilgreinir höf. nokkra vel valda kafla úr ritstjórn- argreinum dr. Pjeturs í Landstiðindunum og úr óprentuðu ritgerð- arbroti, sem lysa miklum stjórnmálaþroska og stjórnmálahyggindum. Kaflinn um þingmensku Pjeturs biskups er allítarlegur og mun það vera nær sanni, er höf. segir, að prófessor Pjetur Pjetursson- hafi á hinum ráðgefandi þingum veiið einn af hinum atkvæðamestu og starfsömustu þingmönnum. Höf. er hér sem oftar í ritinu nær því óþarflega nákvæmur í að árfæra og tilgreina ymsa smá viðburði í lífi biskups, svo sem hver ár hann hafi verið varaforseti og haft ritstjórn alþingistíðindanna á hendi, hve oft hann hafi talað á sumum þingum, i hve margar nefndir hann hafi verið kosinn, hvenær hann hafi flutt þingsetningarræður og þar fram eftir götunum. Þá gerir höf. ítarlega grein fyrir afskiftum prófessors Pjeturs af ýmsum landsmálum, svo sem af kirkjumálum, metitamálum, stjórnarskip- unarmálinu og mörgum fleiium. Pjetur biskup hefir sjálfur á alþiugi 1867 og 1869 lýst afstöðu sinni til stjórnarbótarmálsins- (sbr. bls. 144—145) og virðist sú lýsing hans, borin saman við aðrar ræður hans í því máli, fara nær réttu. Verður hver, sem lítur hlutdræguislaust á afstöðu biskups, að kannast við, að hann var í raun réttri allfrjálslyndur í stjórnarbótarmálinu, þrátt fyrir alla varfærni hans og miðlunarstsfnu. En annað mál er það, að hann gat sjaldan, þegar á herti, orðið meiri hlutanum samferða í stjórnarbótarmálinu. Athugaserad höf. á bls. 149 er ekki rétt ársett. Það var eftir Þingvallafundinn 1873, að dr. Hjaltalín sagði hin umræddu orð við Jón Sigurðsson, þegar hann varð á vegi forseta á Bakarastígnum, er hann kom af fundinum. Ekki er ólíklegt, að Pjetur biskup hafi á þingunum 1871 og 1873 að miklu leyti leitt stjórnarbótarmálið hjá sér einmitt af því, að þá var bæði innanlands og í Kaupmannahöfn kominn svo mikill æsingur í það,. að ýmsum íhaldssamari mönnum og stiltari stóð stuggur af. Skil- orðir menn, sem enn eru á lífi og voru í Reykjavík 1873, bera *) auðkent af höf.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.