Skírnir - 01.01.1909, Page 69
Kvenréttindahreyfingin í Ameríku.
69
réttindakröfunnar. Þær bundu með sér félagsskap og
vináttu, sem hélzt meðan þær lifðu báðar.
Eftir þetta voru þær óaðskiljanlegar í kvenréttinda-
baráttunni urn 40 ár. Þeim bar aldrei á milli opinberlega
og þær bættu hvor aðra upp. Súsanna stjórnaði og skip-
aði fyrir um alla framgöngu; hún útvegaði fundarstaði,
sendi út auglýsingar, gerði alla sanminga, og sá um út-
vegun peninganna, þegar í harðbakkana sló. Hún var
allra kvenna þrautseigust, einbeittust og hagsýnust. Orð-
tak hennar var: »Failure is impossible.« »Ósigur er
ómögulegur«. Trú hennar á málefni því, sem hún barðist
fyrir meira en heilan mannsaldur, var óbilandi. Hún
starfaði ekki einungis í Massachusettsríkinu, þar sem hún
var borin og barnfædd, heldur var varla sá smábær til í
öllum Bandaríkjunum, sem hún hafði ekki ferðast um, og
haldið fyrirlestra í um kvenréttindamálið. Það varð henni
fyrir öllu í lífinu, hennar einasta hugsjón, að sjá konurn-
ar ganga jafnfrjálsar að atvinnu og embættum, úti og
inni, á heimilunum og á löggjafarþingunum, eins og karl-
mennina. Og frá Ameríku hefir hún breitt kvenréttinda-
hugsjónina út yfir takmörk Ameríku, til allra siðaðra
landa, með Allsherjarkvenréttindasambandinu, sem boðað
var til í Washington 1902.
Mrs. Stanton, sem þekkir hana allra manna bezt,
hefir lýst henni á þessa leið: »Hún hefir stjórnað og
stýrt kvenréttindahreyfingunni meira en 50 ár, og ferðast
um þvert og endilangt alt landið. Hvar sem minstu lík-
indi voru til að vinna mætti kvennamálunum eitthvert
gagn, þangað var Súsanna komin. Aldrei lét hún ósigr-
ana hræða sig frá því að byrja á nýjan leik. Við næsta
tækifæri var hún komin af stað, með sama dugnaði og
áður. Hún er fljót og einbeitt í kappræðunum, ætíð orð-
heppin og róleg, og verður aldrei ráðafátt.----------Hún
hefir ætíð verið ástúðleg dóttir og systir, og tryggur vin-
ur vina sinua.-------Eg get sagt með sönnu, -að hún er
hreinskilnasti, hugrakkasti og ósérplægnasti maður, sem
eg hefi þekt. Og hefi eg þó verið meira og minna sam-