Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 44

Skírnir - 01.01.1909, Side 44
44 ,Ur ferðasögu. hans háðu frægan bardaga 1809. Beið eg þar eftir Jósef Blaas háskólakennara, sem ætlnði að sýna mér þá velvild, að skýra fyrir mér ýmislegt í jarðmyndun og landslagi þar umhverfis. Ekki veit eg hvort bændur þessir voru á leið til Innsbruck til að andæpa Wahrmund, en hitt sá eg, að þeir höfðu eitthvað með sér af sauðfé og var það ljótt og rófulangt. Og var þar fé fóstrutn likt, því að ekki leist mér betur á bændalýð þennan. Margir voru alveg fádæma óbreinir, svo að mér komu í hug fornkunningjar ýmsir á Grænlandi, og voru n ennirnir þó í kaupstaðarferð og ekki að vinna neinn saurvinnu, en veður hið fegursta. Vér íslendingar erum — þar sem menn þekkja til vor í útlöndum, en það er nú satt að segja mjög litið um það — illræmdir fyrir sóðaskap. En ekki hefi eg í neinum réttum t. a. m. séð likt því jafn óhreina menn og þessir Tirolar- bændur ýmsir voru. Sumir þessir menn voru knálegir og höfðu einkum sterklega fætur, en aðrir, einkum gömlu bændurnir, voru einkennilega illa vaxnir, sveigfættir mjög og sveigarma og einhvern veginn eins og limunum væri klunnalega krækt á kroppinn; hefir þar sjálfsagt nokkuð komið til lúi. Málróm- arnir voru margir einkennilega óþjálir, svo að manni kom til hugar hvort ekki mundu ýms dýr vera með svipuðum rómblæ, ef þau gætu lært að tala. Þýzka á það að heita sem þessir Tirolingar töluðu, en þó að eg kunni talsvert í því máli, skildi eg ekki mikið meir hvað þeir fóru með heldur en þeir hefðu mælt á rússnesku; svo er þýzkan hjá þeim skæld og bjöguð. Mállýzkur eru aðallega vottur um menningarskort, og það er sagt, að i ýmsum löndum megi sjá hvernig dregur úr þeim með vaxandi lestrarkunnáttu. Dæmi vor íslendinga bendir í þessa átt, því að hvergi munu vera jafn fáir ólæsir að tiltölu, og hvergi á jafnstóru svæði jafnlítið um mállýzkur. Hitt er auðvitað langt, að segja þær séu hér engar. En það er í góðu samræmi við eðli færeyskunnar, að svo fáir sem hana tala, og svo litið svæði sem hún gengur yfir, þá skiftist hún samt í máilýzkur. Þessir Tirolar trúverndarar og klerkaskjólstæðingar munu að klæðaburði og framgöngu vera líkir því sem menn gerðust um þessar slóðir langt aftur á öldum; og virtist nú að visu

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.