Skírnir - 01.01.1909, Page 94
94
Erlend tíðindi.
ósennilegt, að það verði alt til að þoka heldur í áttiua breytingu á
stjórnarháttuin landsins, og það því fremur, sem embættismenn
eiga sjált'ir mikinn þátt /, að þetta er uppvíst orðið.
Um þetta hefir Norðurálfan helzt talað síðustu mánuðina.
Onnur tíðindi eru freniur smávægileg og skal þeirra stuttlega getið.
D a n m ö r k. Þar i landi hefir mest verið talað um frum-
varp stjórnarinnar til landvarnarlaga og rifist um þau á þingi.
Danir höfðu lengi hug á því, að vinna aftur liina mistu landshluta
sína af Þjóðverjum með styrk einhvers stórveldanna eða í sambandi
við þau, einkanlega Frakka og Rússa, og jók og bætti hægrimauna-
stjórnin strandvirkin við Kaupmannshöfn nú fyrir nál. 20 árum,.
en reisti nokkur virki í hálfhring utn borgina landmegin, alt í sam-
ráði við Alexander III Rússakeisara, að því er blöð vinstrimanna
sögðu. En bæði þá, og einkanlega eftir dauða Alexanders, hefir það
kveðið við jafnan hjá hægrimönnum, að þeir víggirtu og hervædd-
ust að eins til að vernda hlutleysi sitt, af því stórveldin krefðust
þess. Þessu mótmæltu vinstrimenn harðlega og sögðu, að það eitt
gæti orðið lífsháski fyrir Danmörku, að víggirða Khöfn, því þá
gætu einmitt Þjóðverjar eða Bretar neyðst til að skjóta niður borg-
ina, svo víggirðingarnar yrðu ekki skjól hinni þjóðinni. Vinstri-
menn kröfðust því, og síðast með I. C. Christensen í broddi fylk-
ingar, að virkin væri rifin niður, en er hann komst í ráðgjafasess-
inn brást hann bæði þeirri og flestum öðrum kröfum sínum og
vinstrimanna, i fólagi við Alberti. Þegar Christensen féll, var hann
að búa út einhverja miðlun i landvarnarmálinu og s/ndist það vel
búið í haginn fyrir Neergaard eftirmann hans, sem var úr hinum
litla og rýra miðlunarflokki, en svo leggur Neergaard fyrir þingið
landvarnarfrumvarp, sem boðar víggirðingu Khafnar á sjó og landi
og það nokkrum miljónum dýrari en hægrimenn höfðu heimtað
mest þangað til. Hefir Neergaard auðsjáanlega ekki treyst frjáls-
lyndari hluta stjórnarflokksins nó bændum til fylgis við sig og
ætlað með þessu að ná styrk hægrimanna. Stjórnarflokkurinn
klofnaði cg um þetta, og hefir svo mikill meirihluti skilist við
Neergaard, að Christensen sá sér haldkvæmast að fylgja þeim
hlutanum og vonar víst með einhverri miðlun að geta brætt upp-
úr karmolunum meirihluta á síðan handa sjálfum sér til að fljóta
á. Enda segir símskeyti nú um daginn, að Neergaard hafi lagt