Skírnir - 01.01.1909, Page 9
Skapstórar konur.
9
ódrengskap, hafi ekki verið sem viðkvæmust með skap-
stórum og ofsafengnum mönnum eins og Hallgerði. Senni-
lega hefir henni fundist rétt að stela frá þeim manni og
spilla á laun eigum þess manns, sem synjaði henni hjálp-
ar í hallæri. Auðvitað skemtilegast og vasklegast að fara
að honum um hábjartan dag með vopnuðu liði, brjóta bæ
hans og drepa hann sjálfan. En þess var enginn kostur.
Og þá var að tjalda því eina ráðinu, sem til var.
Þá komum við að sambúð Hallgerðar við Gunnar,
sem lauk svo óvenjulega hrapallega og hörmulega, að
hvert íslenzkt mannsbarn hryllir við. Sjálfsagt hefir hún
hugsað til þess með miklum fögnuði, »að eiga þann mann,
er vaskastr er á íslandi«. En hún bar ekki gæfu til
þess að láta þann fögnuð verða langvinnan. Hún fær
aldrei beint vaskleikanum í þá átt, sem hana langar til.
Gunnar er stöðugt bezti vinur verstu óvina hennar. Hann
lætur jafnvel Sigmund frænda sinn, sem Skarphéðinn
hafði vegið, liggja óbættan um nokkur ár, hreyfir ekki
eftirmálum eftir hann — mann, sem verið hafði hinn
mesti vin Hallgerðar og týnt lífinu fyrir þá sök eina, að
hann hafði reynst henni um of talhlýðinn. Geta má nærri,
hve það tómlæti hans hefir reynt á skapsmuni hennar.
Og eftir eina sáttargjörð Gunnars við Njál út af vígum
þeim, er hún stofnar til, var Gunnar lengi fár við hana,
»þar til at hon lét til við hann«. Eitt skiftið, er Gunnar
kemur inn í dyngju hennar — þegar hún hefir fengið
Sigmund til að níða Njál og sonu hans — stendur svo
mikil ógn af honum, að enginn þorir að mæla orð frá
munni; en áður hafði þar verið háreysti mikil og hlátur.
Með öllu hennar ráðríki, og öllu hennar stærilæti, og öll-
um hennar ofsa, er það auðsætt, að vilji hennar, höfðingja-
dótturinnar auðugu, sem komið hefir með ógrynni fjár í
búið, og ef til vill er fríðust kona á íslandi, verður undan-
tekningarlaust að lúta í lægra haldi, þegar mest reynir á,
í sambúðinni við þennan mann. Og hugur henrtar hefir
að sjálfsögðu stöðugt fylst meiri og meiri mótþróa gegn
honum.