Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 5

Skírnir - 01.01.1909, Page 5
Skapstórar konur. 5 fóstra sinn út í opinn dauðann, þegar hann hefir unnið þetta verk. Hallgerður fastnar sig sjálf hið þriðja sinn, einhverj- um glæsilegasta, drenglyndasta og hreinhjartaðasta kapp- anum á söguöld vorri, Gunnari Hámundarsyni að Hlíðar- enda. Sjálfsagt heflr svo verið litið á, sem hetra gjaforð gæti engin kona fengið á Islandi. En ekki verður henni það að öðru en hinu megnasta óláni. Hún lendir i fjand- skap við beztu vini ttunnars. Þið munið upptökin; Hall- gerður átti þau ekki. Þau hjónin eru í heimboði að Berg- þórshvoli hjá Njáli og Bergþóru konu hans. Þegar þau höfðu verið þar nokkura hríð, kom Helgi Njálsson og Þór- halla kona hans heim. Þá gekk Bergþóra að pallinum og Þórhalla með henni, og Bergþóra mælti til Hallgerðar: »Þú skalt þoka fyrir konu þessi«. Forfeðrum okkar var það viðkvæmt mál, hvar þeim var ætlað sæti í samkvæmum. Sumum mönnum er það í meira lagi viðkvæmt enn. Meðan eg átti heima í Can- ada, neitaði erkibiskup kaþólskra manna í Quebec að þiggja boð landstjórans, af því að honum var ekki ætlað að sitja við hliðina á honum. Meiri árangur hefir enn ekki orðið sumstaðar í kirkju Krists af þeirri viðvörun meistarans, að sækjast ekki eftir hinum æðstu sætum. Fornmenn hafa sjálfsagt oft verið í vandræðum út af því stærilæti gesta sinna En stundum réðu hinir beztu og vitrustu menn frain úr þeim örðugleikum og réttu húsráðendum hjálpar- hönd. Við sjáum það á Njálu. Þegar hún hefir skýrt frá því, hvernig nokkurum af höíðingjunum var skipað í brúð- kaupi Gunnars á Hlíðarenda, segir hún það af IIolta-Þóri, bróður Njáls, að hann hafi viljað sitja yztur virðingamanna; því at þá þótti hverjum gott þar sem sat. Hallgerði þykir sér nú svívirðing ger. Og það hefði sjálfsagt fleiri konum þótt í hennar sporum á þeim tímum. Hún er af engu ógöfugri ættum en Þórhalla. Maður henn- ar hefir unnið sér miklu meira til frægðar en maður Þór- höllu. Sjálf er hún eldri kona en Þórhalla og vafalaust miklum miklum mun fríðari sýnum og glæsilegri. Og hún

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.