Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 36

Skírnir - 01.01.1909, Page 36
36 Ur ferðasögu. sem eru kýttar og kræklóttar, þó að mörg sé fögur greinin, bitnar af sauðum og beygðar af fannþunga. 3. I Silfurblikshöll dvaldi, þegar eg kom þar, ungur foringi úr þýzka hernum og náfrændi frúarinnar, Oehler að nafni, frið- ur maður sýnum, fasteygur og knálegur, vel búinn að íþróttum eins og líklegt er um foringja í hinum fræga þýzka her, og vel mentaður. Ættarsvipur virtist greinilegur með heimspekingn- um og honum. Við áttum samleið um nokkurn hluta bæjar- ins, og benti hr. Oehler, sem er nákunnugur í Weimar, mér á bústaði ýmsra merkra þýzkra nútíðarskálda á brúninni fyrir ofan Garðhús Goethe. Ernst v. Wildenbruch var víst þeirra þektastur. Voru hús þessi æði miklu skrautlegri en bústaður Goethe, en þó vantaði það sem mest hafði prýtt hús skáldjöf- ursins. Margir efnamenn setjast að í Weimar, einkum af þeim sem leggja stund á listir eða skáldskap, þykir þar fagurt og friðsælt, og svo er endurminninga-bjarminn af hinum miklu nöfnum. Og hvort sem það er nú imyndun ein, eða ekki, þá virtist mér fólk í Weimar yfirleitt góðlegra og svipfríðara en í nokkrum öðrum bæ sem eg hefi komið í; það var eins og mannúðarandi snillinganna sem þar hafa lifað, hefði ekki látið það alveg ósnortið. Liðsforinginn lét mikið yfir þýzku smábæ- unum, einkum Weimar, og ef mig ekki misminnir, drap hann á að þar væri mjög fritt kvenfólk. Lá nærri að ímynda sér, að slíkt gæti verið meir en augnagaman eitt, fyrir jafn drengi- legan mann. Við Oehler töluðum auðvitað mest um Nietzsche, og fanst mér sem liðsforinginn mundi dást mest að ýmsu því i heimspeki frænda sins, sem mér fyrir mitt leyti þykir minst um vert. Og yfirleitt virðist lýð- og viðfrægð Nietzsche vera bygð nokk- uð á misskilningi, á þeirri trú að hann styðji ýmislegt sem hann í raun og veru alls ekki styður; en einnig á því sem ef til vill sízt er frægðarvert í ritum hans, og líklega sumt stafar af því, að hann var maður sem enga áheyrn fekk, sem var gagn- tekinn af vissunni um að hann færi með afar áríðandi erindi og gat þó ekki fengið heiminn til að gefa sér gaum; þá verð-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.