Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 5

Skírnir - 01.08.1912, Side 5
Jörgen Pétnr Havstein amtmaður. Aldarminning. I. Þær eru allraisjafnar endurminningarnar, sem vér Is- lendingar eigum frá einokunarverzluninni dönsku. Þótti hún jafnan lands og lýða tjón hér á Islandi, og kaupmenn þeir, sem veittu henni forstöðu, þóttu yfirleitt harðskeyttir og óþjóðlegir, enda höfðu þeir lengst af að eins selstöðu hér á sumrum, en voru búsettir í Kaupmannahöfn, og festu því aldrei rætur hér á Íslandi. Þetta er samt eigi svo að skilja, að allir danskir kaupmenn ættu hér jafnan hlut að máli. Þeir voru auðvitað misjafnir að upplagi og manngildi eins og aðrir, og voru sumir þeirra allvel þokkaðir, þótt eigi væri því að jafnaði eins á loft haldið og hinu, sem misjafnt þótti í fari þeirra. Eins af einok- unarkaupmönnum á 18. öldinni er þó sérstaklega viðgetið fyrir góðvilja sinn og ræktarsemi til Islands og Islendinga. Það var Sören Pens, yfirkaupmaður í Hofsós nokkru eftir miðja 18. öld. Var hann í allmiklu vinfengi við þá Hóla- menn Gísla biskup Magnússon og Hálfdan skólameistara, og eins við Svein Söivason lögmann. Pens var kallaður »valinkunnur« maður, og minnist eg þess að hafa séð lof- samleg ummæli Skúla fógeta i hans garð; var hann þó eigi vanur að bera lof á kaupmenn. Þessir menn og nokkrir fleiri í Hólastifti stofnuðu laust eftir 1760 félag til að efla lærdóm og fróðleik og kölluðu »Hið ósýnilega*. Skyldi einn aðaltilgangur félagsins vera sá, að búa undir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.