Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 6

Skírnir - 01.08.1912, Page 6
198 Jörgen Pélíii Havatein. prentun og gefa út, ef efni fengist til, islenzk fornrit. Tókst Hálfdan skólameistari á hendur að búa undir prent- un fyrsta ritið, Konungs-skuggsjá, og snúa um leið á latínu, en Sören Pens kaupmaður gekst undir að kosta útgáfuna og annast alt þar að lútandi. Varði hann til þess fé allmiklu og fyrirhöfn eigi síður, því hann var einráðinn í að vanda sem mest til útgáfunnar. Lét hann prenta ritið í Sorey 1768 og fal Jóni Eiríkssyni á hendur að rita formálann og sjá um prentunina og var það hvort- tveggja prýðilega af hendi leyst, sem vænta mátti; hlaut útgáfa þessi almenningslof að maklegleikum. En því er þessa hér getið, að svo lítur út sem þeir Hofsóskaupmenn hafi upp frá því verið þjóðlegri og ná- tengdari íslendingum í mörgum greinum, en títt var um aðra kaupmenn flesta hér á landi. Á síðustu árum kon- ungsverzlunarinnar var Johan Ilöwisch undirkaupmaður i Hofsós, og mun hann fyrst hafa verið þar undir yfirum- sjón Pens þess, er áður getur. Er það eigi ósennilegt, að Pens hafi innrætt honum eitthvað af ræktarþeli sínu til íslendinga. Þegar konungsverzlunin var afnumin hér á landi við árslok 1787, keypti Johan Höwisch sjálfur verzlunarhús- in og rak eftir það verzlun á eigin kostnað um langt skeið. Johan Höwisch kaupmaður átti systur þá, er hét Sidse Katrine. Var hún gift timburmanni við Hólminn í Kaup- mannahöfn, er Niels hét Jakobsson. Hafði hann í æsku verið sjómaður og sendur til Indlands að leita sér atvinnu, en staðfestist að lokum við Hólminn í Kaupmannahöfn, sem fyr segir, og rak þar timburmannsiðn. Faðir Niels þessa er kallaður Jakob Nielsson Heinson, og var borgari í Kaupmannahöfn. Er það ætlun manna, að hann hafi verið kominn beint af Jóni Heinesen, lögmanni Færeyinga og hálfbróður sægarpsins alkunna, Magnúsar Heinesens, er frægur var af svaðilförum sínum í norðurhöfum; var hann af lífi tekinn í Kaupmannahöfn 1589 fyrir víkingsskap, og þó ranglega, af rógi fjandmanna sinna1). Þau Niels Jak- ‘) Faðir þeirra bræðra var norskur stúdent, Hænir hafrekni, svo nefndur af þvi að hann rak á báti frá Noregi til Færeyja.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.