Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 8

Skírnir - 01.08.1912, Side 8
200 Jörgen Pétur Havstein. höfuðbóndinn þar á Ströndinni, enda gerðist hann brátt umsvifamikill í búnaði og samdi sig í öllu að háttum ís- lenzkra meiri háttar bænda. Hafði hann sjávarútveg mik- inn og lét stunda hákarlaveiðar á djúpi. Stóð þá fjárafli hans á mörgum fótum, enda gerðist hann um hríð ósmár að eignum að sagí var. Árið 1815 var honum falið um- boð Reynistaðaklausturs og um eitt skeið hafði hann á leigu konungstíundir í Skagafjarðarsýslu. Var hann mað- ur vel viti borinn, stiltur og gætinn, en þéttur fyrir og þungur nokkuð í viðskiftum að sögn; þó fekk hann jafn- an gott orð og þótti mesti drengskaparmaður i hvívetna. Hann andaðist 2. marz 1829 og varð harmdauði mörgum nágrönnum sínum þar á Stöndinni. Hafði hann mælt svo fyrir áður hann dó, að 16 fátækir Höfðstrendingar skyldu bera kistu sína til Hofskirkju og taka hver í líkmanns- kaup eina korntunnu. Var þetta um hann kveðið þar á Ströndinni nokkru eftir andlátið: Markaösstjóra margir stórum sakna, bezthentur við bygðar grönd bjargvættur á Hötðaströnd. Má af þessu marka, að maðurinn var vel þokkaður af alþýðu, þótt hann kunni að hafa verið nokkuð harðskift- inn í verzlun á stundum. Jakob Havsteen hafði gengið að eiga konu þá, er Maren hét Jóhannsdóttir Birch. Hafði faðir hennar verið beykir á Akureyri, en móðir hennar hét Kristín og átti síðan aftur Jörgen Holm, er undirkaupmaður var fyrst í Hofsósi, en síðan á Húsavik. Er það þvi auðsætt að ætt hennar var einnig á marga vegu riðin við Island og Hofs- ós frá öndverðu. Jörgen Holrn fór í kynnisför til stjúp- dóttur sinnar í Hofsósi árið 1809, en týndist á heimleið í jökulsprungu á Deildardalsjökli; þótti hann vei’ið hafa hinn bezti drengur. Maren Birch, kona Jakobs Havsteens, fekk og ágætisoi’ð og þótti gæðakona hin mesta og guð- hrædd; er þess jafnvel sérstaklega við getið í stúdents- vottorði sonar hennar. Var heimili þeirra hjóna við brugðið fyrir myndarskap í hvívetna og var heimilisbragur islenzk-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.