Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 16

Skírnir - 01.08.1912, Side 16
208 Jörgen Pétnr Havstein. lengri, en búist var við í fyrstu. Höfðu komið bréf frá stjórninni í Kaupmannahöfn og aðhyltust þau að nokkru leyti skoðun Havsteins á málinu og skipuðu amtmanna- fund til að ræða málið og semja frumvarp um varnir gegn kláðanum, er leggja skyldi síðan fyrir alþingi um sumarið. Skyldi svo frumvarp þetta öðlast gildi sem bráðabvrgðarlög, ef alþingi féllist á það og sérleg nauðsyn þætti til bera, unz konungsstaðfesting fengist á því. Mel- steð amtmaður var eigi kominn á fundinn og varð að senda eftir honum vestur, og dvaldi það tímann. Meðan eftir honum var beðið, sendi Havstein amtmaður fylgdar- menn sína austur og víðar til að kynna sér kláðamálið sem gerst. Hafði fjársýkin borist austur í Rangárvalla- sýslu á umliðnu hausti með fénaði, sem rekinn hafði verið austur yfir Þjórsá þrátt fyrir yfirvaldsbann. Hafði þá verið brugðið við skjótt og skorinn niður allur fénaður á þeim þrem bæjum, er sýktir voru, og hafði síðan eigi vart orðið við kláðann þar í sýslu. Aftur á móti hafði fjársýkin geisað um Arnessýslu alla að heita mátti, og það sumstaðar svo átakanlega, að bændur mistu nær allan fénað sinn. Niðurstaðan, sem þeir Havstein amtmaður og Norð- lendingar þeir, er suður fóru með honum, komust að, var þá sú: 1. að fjárkláðinn ætti upptök sín í Miðdal í Mos- fellssveit og hefði borist með sjúkum fénaði sveit úr sveit, og 2. a ð þar sem strangar varnir höfðu verið við hafðar og grunað fé skorið niður þegar í stað, eins og í Rangár- vallasýslu, hefði tekist að stemma stigu fyrir útbreiðslu sýkinnar. Aftur á móti þótti þeim auðsætt, að lækninga- tilraunir þær, sem gerðar höfðu verið í Suðurumdæminu, væru allsendis ónógar til að eyða sýkinni eða hefta út- breiðslu hennar. Á þessum grundvelli er sú stefna bygð, sem Havstein amtmaður fylgdi þaðan af í kláðamálinu með fádæma þreki og skörungsskap. Hann sá hvað í húfi var, ef sýkin næði að breiðast út um alt land, og beitti sér ötullega fyrir ráðstöfunum til að hefta hana, að svo miklu leyti sem hann hafði vald til, og jafnvel framar en

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.