Skírnir - 01.08.1912, Side 20
210
Jörgen Pétnr Havstein.
alt fé í þrem sýslum, heldur en að eiga það á hættu, að
þetta faraldur breiddist út og yrði landlægt. Kvað hann
vel rísandi undir því tjóni, er leiddi af niðurskurðinum í
þessum hluta lands, og mætti vænta þess, að sýslurnar
næðu sér íijótt aftur með tilstyrk og atbeina hinna hérað-
anna, en næði sýkin að breiðast út um alt land, væri
hvergi nýjan og heilbrigðan fjárstofn að fá, ef lækningar
reyndust ónógar, eins og dæinin þóttu sanna. Hélt hann
þessu mjög ákveðið fram og eindregið á fundinum, og
tókst að lokum að fá amtmanninn í Vesturamtinu á sína
skoðun. Sömdu þeir i sameiningu Frv. til tilskip-
unar um ráðstafanir til þess að útrýma
og varna útbreiðslu kláðafaraldursins.
Var svo fyrir mælt í því frv., að almennur fjárskurður
skyldi fram fara á næsta hausti í Árnes-, Gullbringu- og
Kjósar- og Borgarfjarðarsýslum að afloknum fjallgöngum,
og skyldi lokið í hverju bygðarlagi fyrir jólaföstu. Skyldi
rjúfa fjárhúsin jafnskjótt og fénu var lógað og láta tóftirnar
standa opnar um veturinn, en hreinsa vandlega viðu alla,
annaðhvort i eldi, sjó eða söltu vatni og bræla veggina o.
s. frv. En í hinum sýslunum skyldi sérhver fjáreigandi
maður skyldur til, að tiltölu við fjáreign sína, að selja
svo mikið af ám og lömbum að vorlagi, að hver búandi
í þeim sýslum, er kláðafaraldrið hefir gengið yfir, gæti
fengið helming þeirrar ærtölu, sem hann hefði talið fram
á næstliðnu ári, og skyldu yfirvöldin annast um skifti fjár-
ins eftir því hluifalli. Kostnaður allur við fjárflutningana
skyldi greiddur úr jafnaðarsjóðum hlutaðeigandi amta. Að
afloknum fjárskurði skyldi stiftamtmaður og amtmennirnir
með tilstyrk sýslumanna og annara manna alúðlega gang-
ast fyrir því, að safna gjöfum til hjálpar þeim, er hlotið
hefðu tjón af kláðafaraldrinu. Skyldi kláðasýkin mót von
berast til þeirra sýslna, er áður voru ómengaðar, átti undir
eins að halda saman á þeim bæjum öllu fé í ströngu varð-
haldi og skera niður tafarlaust að tilhlutun yfirvaldsins,
gegn því að tjónið yrði bætt sumpart með niðurjöfnun á
amtsbúa og sumpart með gjöfum.