Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 21

Skírnir - 01.08.1912, Page 21
Jörgen Pétur Havstein. 211 Þetta frumvarp lögðu þeir amtmennirnir fram af sinni hálfu, en stiftamtmaður gat því miður ekki orðið því sam- þykkur, enda átti hann óneitanlega miklu verra aðstöðu en hinir, þar sem sýkin geisaði eingöngu í umdæmi hans, og mikið í húfi, er um almennan niðurskurð var að ræða. Hann samdi því og lagði fram sérstakt frv., er hélt fram lækningum. En með þessu ágreiningsatkvæði stiftamt- manns var stigið það spor í sundrungaráttina, sem tafði fyrir öllum framkvæmdum í málinu um langt skeið, og var það auðvitað afaróheppilegt í öðru eins máli og þessu, er um fram alt þurfti skjótrar úrlausnar. Varð þetta til þess að gera alþýðu manna enn þá deigari og meira hikandi. Aður en amtmannafundinum sleit fekk þó Havstein því framgengt, að samtök voru hafin um enn frekari ráð- stafanir gegn útbreiðslu sýkinnar. Voru nú auk gæzlu- varðarins úr Húnavatnssýslu settur vörður fram með Hvítá i Borgarfirði, 29 menn úr Mýrasýslu, og fjórir menn til geymslu milli Arnarfells- og Tungufellsjökla til að verja samgöngum á fé Þingeyinga og Arnes- og Rangæinga. Enn fremur gáfu þeir amtmennirnir báðir, Melsteð og Havstein út auglýsingu i Reykjavík dags. 11. júní um ýmsar varúðarreglur, er gæta skyldi norðan lands og vest- an, þar er kaupafólk úr Suðurumdæminu ætti í hlut. Skyldi fatnaður þess vandlega þvældur og hreinsaður, er það kæmi að sunnan, og engum leyft að taka fé í kaup sitt og reka suður um haustið. Fáum vér eigi betur séð, en að ummæli þau séu réttmæt, er blaðið Norðri flutti um þessar ráðstafanir og framkvæmdir Havsteins amtmanns að aflokinni suðurferðinni, og eru þau á þessa leið: »Oss virðist nú, að amtmaður Havstein og Norðlendingar hafi gert alt sem í þeirra valdi stóð til þess að koma þessu máli vel til lykta, og hvernig sem því reiðir af, þá á amt- maður Havstein það skilið að það sé viðurkent opinber- lega, að hann hefir frá byrjun litið rétt á þetta mál og fylgt skoðun sinni fram með hinni mestu festu, stillingu og þreki. Honum má ísland þakka það, ef það kemst 14*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.