Skírnir - 01.08.1912, Qupperneq 23
Jörgen Pétur Havstein.
213
læknana, er bezt þættu henta, og voru það auðvitað saraa
sem engar ráðstafanir, eða því sem næst, því stiftamtmað-
ur var sjálfur meira en lítið hikandi og óákveðinn i mál-
inu. Höfðu skipanir yfirvaldanna syðra jafnan verið mjög
á reiki í þessu máli og litil framkvæmd fylgt, enda verið
illa hlýtt.
I Norðurumdæminu var þessu annan veg háttað. Þar
voru ráðstafanir allar skýrar og einbeittar frá yfirvaldsins
hálfu og samhuga áhugi að hlýðnast þeim og framfylgja
frá almennings hálfu. Þegar um haustið 1857 skoraði
amtmaður á fjárkláðanefndina í Hánavatnssýsiu, að koma
í veg fyrir með öllu leyfilegu móti að sent yrði þá um
haustið skurðarfé, sauðir eða annað fé, til Suðurlands, því
bæði gæti það orðið hættulegt, ef eitthvað skyldi sleppa
hjá rekstrarmönnum, og eins yrði það skaði fyrir Sunn-
lendinga, ef skurðarfé kæmi að norðan, vegna þess að
miklu geldfé mundi verða lógað á Suðurlandi um haustið.
Þessi ráðstöfun vakti allmikla gremju syðra, og var í Þjóð-
ólfi látið drjúgan yfir því, að Norðlendingar ættu að búa
við rússneska harðstjórn og að þeir þyldu amtmanni sín-
um slíkt gerræði; mundi engu yfirvaldi syðra koma til hug-
ar að skipa slíkt, enda séu þar engir, er þyldu að sér
væri boðið annað eins. Það var nú nokkuð satt í þessu.
Sunnlendingar létu ekki bjóða sér að hlýðnast skipunum
yfirvaldanna í þessu máli, og því fór sem fór, að alt Suð-
urland var í voða. Norðlendingar sýndu aftur á móti þá
þann þroska og þjóðlyndi, að þeir hlýðnuðust boðum, sem
þeir sáu að voru sprottin af umhyggju fyrir liag og heill
amtsbúa og voru nauðsynleg í almennings þarfir, þótt það
bakaði þeim í svipinn óþægindi og fjárhagstjón, og svar-
aði Norðri svo árásum Þjóðólfs á amtmann út af þessari
ráðstöfun, að »ef allir aðrir gætu eins vel valdið sínum
hluta af rangri og klaufalegri aðferð í því máli, þá þyrfti
það ekki að leggjast þungt á almenning*1).
Það reyndi þó fyrst að marki á dugnað amtmanns og
‘) Norðri Y. árg. bls. 109.