Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 26

Skírnir - 01.08.1912, Page 26
216 Jörgen Pétur Havstein. stjórninni, að reyna til að ávinna oss Norðlendingum það frelsi, að vér getum sjálfir gert þær ráðstafanir, sem vér eflaust erum færastir um, til að forða oss við fjárfelli og þar af fljótandi hallæri,......og að stjórnin, sem ekkert að gagni þekkir til málsins, fari ekki með vitlausum skip- unum að taka fram fyrir hendur oss í þessu velferðar- máli voru, sem einungis snertir vorn eigin hag, en hennar litið eður ekki. Þetta verður fundurinn að hafa fyrir augum, og þetta á að gera hann eindrægan, þvi vér get- um ekki ætlað stjórninni þá einþykni, að hún gangi þvert á móti samhuga bæn hinna beztu manna, sem kjörnir eru af öllum innbúum amtsins. En vér álítum það nauð- synlegt, þegar vér gætum að árangri þeim, er hinar ráð- lausu skipanir stjórnarinnar hafa haft á Suðurlandi, að vér fáum að vera sem mest sjálfráðir í þessu efni, og til þess þarf eigi annað, en að hinn almenni Norðurlands- fundur verði sem eindrægnastur í tillögum sínum*1). I fundarbyrjun tók amtmaður fram, að aðalverkefni fundarins væri að ræða og ráðgastum: 1. Framhaldandi og ítarlegri ráðstafanir til að uppræta fjársýkina í Húna- vatnssýslu og koma í veg fyrir frekari útbreiðsln hennar,. og 2. Um endurgjald fyrir fé það, sem lógað var kláða- sýkinnar vegna. Að því búnu skoraði amtmaður, í til- efni af stjórnarráðsbréfinu frá 15. apríl, á fundarmenn að íhuga það nákvæmlega, hvort þeir vildu ekki aðhyllast kláðalækningar í stað niðurskurðar, en allir fundarmenn svöruðu einum rómi, að þeim hefði áður gefist tilefni til að yfirvega þetta og að þeir réðu til að hafna öllum lækn- ingatilraunum á kláðanum. Er þar skemst af að segja, að fundarmenn féllust allir á aðgerðir amtmanns í þessu. máli, og kváðust beztu vonar um, að faraldrið yrði innan skamms upprætt úr Húnavatnssýslu, án þess að útbreiðst hefði frekar, og þökkuðu það einkum »þeirri einstöku alúð og árvekni og þeim óþreytanlegu kappsmunum í ráðum,. fyrirskipunum og framkvæmdum, er amtm. Havstein hefði sýnt til þess með ráði og aðstoð amtsbúa sinna, sér í lagi. *) Norðri VI. árg. bls. 68.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.