Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 29

Skírnir - 01.08.1912, Page 29
Jörgen Pétur Havstein. 219 að geyma fjárins, verja öllum samgöngum og drepa það niður þar sem kláði kæmi í ljós, ef svo skyldi til takast, og var þessu ekki haldið fastara fram, sökum þess að Vatnsnesið var svo afskekt. Þóttu nú allar horfur á að takast mundi að kæfa niður sýkina með öllu þar í sýslu. Þegar ráðherrabréflð varð heyrinkunnugt nyrðra, tóku menn alment mjög illa undir það. Hinn 19. jan. 1859 áttu Suður-Þingeyingar fund með sér á Sigríðarstöðum, og var á orði haft, að allir hreppstjórar þar í sýslu skrifuðu amtmanni og segðu af sér hreppstjórnarstörfum, ef þeir mættu ekki hér eftir sem hingað til halda fram sannfær- ingu sinni. Voru menn einráðnir í því nyrðra, að halda fram niðurskurðarstefnunni hvað sem stjórnin segði. Þing- eyingafundurinn sendi Húnvetningum ávarp, og er þar meðal annars svo að orði komist um atferli stjórnarinnar: »Vér berum það traust til yðar, að þér munið nú eigi hopa á hæl, þó stjórn vor hin útlenda hafi svift yður og oss fylgi og forgöngu embættismanna, sem hingað til hafa styrkt þetta mikla nauðsynjamál vort með slíkum lofs- verðum áhuga, viturleik og krafti, er jafnan mun hafður í minnum meðan land þetta byggist og saga þess líður eigi undir lokK1). Frá Húnvetningum er það að segja, að almenn sam- tök voru höfð þar í sýslu um að rita ávörp til amtmanns nyðra og þakka honum fyrir ötula framgöngu í málinu og lýsa yfir fullu fylgi við skoðanir hans. Undir ávörp þessi rituðu flestallir bændur í Húnavatnssýslu. Þessi þakkarávörp og traustsyfirlýsingar til amtmanns hafa óefað verið honum kærkominn vottur um hylli hans hjá almenningi, eins og þá stóð á, og jafnað upp að nokkru leyti mótkast það, er hann hafði sætt frá stjórninni og víðar að. Kunni hann því auðvitað illa, er honum var bannað að fylgja fram sannfæringu sinni, og var um eitt skeið á orði haft, að hann mundi heldur segja af sér, en að fylgja fram lækningunum. En sem betur fór kom J) Norðri VII. árg. bls. 5.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.