Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 31

Skírnir - 01.08.1912, Side 31
Jörgen Pétur Havstein. 221 íslendinga að villimönnum i fjárkláðamálinu og forvígis- mann þeirra í því máli að landráðamanni. Greri þetta aldrei um heilt siðan og leiddi amtmanni embættisstöðu hans á Islandi hin seinni árin, enda var stjórnin í Kaup- mannahöfn honum jafnan andstæð og mótsnúin upp frá því. IV. Lítt var Havstein amtmaður riðinn við stjórnmála- deilur þær, er hátt risu jafnan hér á Islandi um hans daga, og leiddi þær hjá sér að mestu. Mun hann jafnan hafa verið meira hneigður fyrir umboðsstörf og fram- kvæmdir, en þingsetu og stjórnmálaumræður. Alls einu sinni sat hann á þingi (1853), og var þá konungkjörinn. Lenti honum þegar í þingbvrjun allsnarplega saman við þann mann, er þá og lengi síðan var talinn forvigismað- ur þingsins, Jón Sigurðsson. Var það út úr þingsetubanni Jósefs læknis Skaftasonar. Hafði Havstein amtmaður bannað honum að sitja á þingi eða vera svo lengi fjar- verandi frá umdæmi því, er hann átti að gegna sem læknir; hafði hann verið með konungsúrskurði settur til að gegna öllum læknisstörfum í Húnavatnssýslu og nokkr- um hluta Skagafjarðarsýslu. Jón Sigurðsson krafðist þess, að amtmaður gerði þinginu fulla grein fyrir ástæðum sín- um, en amtmaður neitaði og kvað þingið enga heimild hafa til að vefengja yfirvaldaúrskurði, enda kaus málið að öllu undan þess dómi. Kom þar máske fullmikið fram i honum geðríkið, því víst mun hann hafa haft fyrir sér góðar og gildar ástæður. Að öðru leyti tók hann sjaldan til máls á þinginu, en þó raá geta þess til merkis um frjálslyndi hans og óhlutdrægni í samanburði við suma aðra þingmenn, að þegar til umræðu var málið um fjölg- un verzlunarstaða og 4. konungkjörni þingmaður (Þórður Jónassen) mótmælti því, að settur væri kaupstaður í Sauð- árkrók, af þeim ástæðum að það mundi draga verzlun frá Hofsósi, en þar með væri gengið of nærri rétti ein-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.