Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 38

Skírnir - 01.08.1912, Side 38
228 Jörgen Pétur Havstein. hann frá embætti 15. sept. 1870, án þess að hann hefði sjálfur beiðst lausnar. Var kallað svo að væri í náð og með eftirlaunum, en eigi verður því samt neitað, að ónær- gætnisleg í meira lagi og jafnvel ómannúðleg að sumu leyti var aðferð sú, er stjórnin beitti i þessu máli. Amt- manni var því nær fyrirvaralaust boðið að skila af sér embættinu með öllu tilheyrandi 1. nóvember um haustið. En ekki nóg með það. Honum var þar á ofan boðið að skila af sér þegar í stað amtmannshúsinu og jörðunnni Möðruvöllum með lögmætri skoðunargerð. Þetta fórst þó fyrir með því að viðtakandi, settur amtmaður E. Th. Jón- assen, áleit að það væri ótilhlýðilegt og gagnstætt réttar- venju hér á landi, að svifta amtmann hæli og húsaskjóli um það leyti árs. Eftirlaunin voru og skömtuð úr hnefa og ósanngjarnlega lág, eftir því sem venja var til, 100 ríkisdalir um mánuðinn. Þetta bar þá Havstein amtmaður úr býtum frá stjórn- arinnar hálfu eftir að hann hafði gengið fram af sér í þarfir lands og þjóðar og gegnt einu hínu umfangs- og ábyrgðarmesta embætti hér á landi árum saman af hinum mesta skörungsskap og dugnaði. Hann var sviftur fyrir- varalaust því embætti, er hann hafði þjónað í 20 ár, og það án þess að nokkrar þær sakir væru tilgreindar, sem gætu réttlætt þessa aðferð, og án þess að honum væri gefinn kostur á að bera hönd fyrir höfuð sér. Hér á ofan var honum ætlað að fara á vonarvöl með fjölskyldu sína í ómegð og hjú öll í byrjun vetrar, ef viðtakandi amtmað- ur hefði framfylgt skipunum stjórnarinnar í greindu efni. Það má telja áreiðanlega víst, að engin embættisafglöp í venjulegum skilningi hafi ráðið því, er amtmaður var svo hart leikinn, en hitt er aftur á móti vafasamara, hvort sjálfstæði hans og einurð hafa þar ekki mestu um valdið. Og þetta var nú einmitt á þeim árunum, er mest var talað um afturhaldssemi, ósjálfstæði, fylgispekt og þrællyndi íslenzkra embættismanna! Það leið ekki á löngu áður landsmenn fengi tækifæri til að votta það bæði í ræðu og riti, að þeir kynnu að

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.