Skírnir - 01.08.1912, Side 45
Úr ferðasögn.
236
auðgari lönd, þar sem hin heilsusamlega nekt er ekki
eins nátengd hugmyndinni um þá hluti, sem ekki vilja
votta viðurvi8t. Líka minnir þetta á það sem Tacitus (Þögðir)
sagnaritari segir svo fróðlega um Geirmenn (Germani), að
karlar og konur hafi þar leikið á sundi saman. En Hippo-
lyte Taine, sem svo skemtilega hefir ritað frá Englandi,
tekur víða fram, hvað mikið hafi haldist þar í landi forn-
germanskt. Forn-norrænt held eg hefði verið réttara að
segja, því að fiest bezta fólkið á Bretlandi hinu mikla, er
af Norðmönnum og Dönum komið, og þar lifðu íþróttirn-
ar norrænu helzt af miðaldirnar, sem nærri drápu þær
annarstaðar, eins og hjá oss.
III.
Við Hyde Park og í grendinni eru bústaðir margs
fyrirfólks, og eru þeir vanalegast líkir Álfhólunum í því,
að þeir vekja meiri furðu að sjá þá innan en utan. Það
er fyrirfólkið, aðallinn og auðmennirnir, sem í augum út-
lendinga er enska þjóðin. En enski aðallinn er í því
ólíkur aðli annara landa, að þar eru ekki til efnalitlir að-
alsmenn, vegna þess að elzti sonur erfir jafnan aðalseign-
ina, og enginn fær aðalstign nema stórauðugur sé; en
það er líka nóg, og geta einkum þeir sem leggja fyrir sig
ölgjörð ogslíkt, og svo auðvitað bankamenn, gjört sér vonir
um aðalsupphefð. Er því auðskilið, að enski aðallinn muni
vera nokkuð blandaður Gyðingum. Fyrirfólkið, »efstu tíu
þúsundirnar«, nefnastá ensku »the society«, mannfélagið;
hitt sem er ekki nema allur meginþorri þjóðarinnar, telst
eiginlega ekki með mönnum. Hvergi sem eg hefi komið, er
fyrirfólksdýrkunin jafnmikil og skriðsamleg eins og í
þessu lýðfrjálsa landi, sem margir hafa svo rangar hug-
myndir um. Hér í Danmörku er t. a. m. haldið, að Eng-
lendingar séu Þjóðverjum fremri um flest, en það er öf-
ugt, og væri munurinn þó meiri, ef ekki nyti við Norð-
mannablóðsins á Englandi. En hörmung var það að Har-
aldur Sigurðarson skyldi ekki vinna sigur við Stafnfurðu-
bryggju forðum; þá væri betra mál en nú er á Englandi,