Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 52

Skírnir - 01.08.1912, Page 52
242 Úr ferðasögu. en ef til vill missýndist mér ekki eins. Hefir hver til síns ágætis nokkuð. Margir lögregluþjónar verða á vegi manns inn í þinghúsið, og sumir líkari tröllum en mönn- um, og vildu vita erindið. En allir blíðkuðust þegar eg sagði að einn af lávörðunum (Avebury lávarður, sem áð- ur hét sir John Lubbock, og eg hefi sagt nokkuð frá i »Lögréttu« einhverntíma) hefði stefnt mér til fundar við sig. I bréfi því sem eg skrifaði »Lögréttu« frá Lundúnum, lá mér víst við að taka Avebury lávarð til jafns við Snorra Sturluson, en eg hefi áttað mig betur á Englendingum og Islendingum síðan, og sé að slíkt nær engri átt, svo mik- ill maður sem Avebury er; mun hann vera lærðastur allra lávarðanna, en 550 eru það, sem eiga sæti í efri máls- stofunni, og eitthvað af því biskupar. Hefir forseti deild- arinnar 180,000 kr. í árslaun. Mikill meiri hluti hinna göfugu lávarða var fjarverandi, og það því miður ýmsir hinir frægustu, eins og Rosebery jarl, sem minnir mig ofurlítið á Mörð Valgarðsson eða frænda hans Gizur jarl, þó að hann kvæntist gyðingastúlku, og það sé fjarri mér að vilja kenna hann við nokkurn níðingsskap svipaðan þeim, sem Islendingunum varð á. Lávarðarnir voru ann- ars að tala um hesta, af þó nokkru kappi, og enginn fremur en Landsdowne lávarður, sem hermálaráðherra var í Búaslríðinu og einna auðgastur er í lávarðasveitinni. Margir lávarðarnir eru, eins og við er að búast, höfðing- legir menn, fríðir sýnum og heilsugóðir að sjá, eins og þeim er sízt þakkandi flestra manna, þar sem þeir eru aldir upp í einhverjum beztu húsalcynnum sem til eru á Englandi, við bezta fæði sem þar er kostur á, beztu lík- amsæfingarnar og sjálfsagt bezta kvenfólkið. Ekki má eg gleyma að geta þess. Byron, sem var undarlegur svanur í þeirri sveit, hefir lýst sumu því kvenfólki, sem lávörð- unum er til yndis og ama í »Don Juan«. Af ódauð- legri snild auðvitað. Það er eitt af því sem mér hefir þótt leiðinlegast um bókmentir, hvað Don Juan er enda- sleppur líkt og Satyricon hans Petroníuss, sem dálitið, eða réttara sagt, meir en lítið svipar til Byrons. En þó var

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.