Skírnir - 01.08.1912, Síða 57
Ur ferðasögu.
247
er að segja: snillingar i að flytja ræður sínar, voru róm-
sterkir og kunna vel áherzlu og alla ytri tilburði. En
efnið var í rauninni magurt. Það leyndi sér ekki, að það
eru ekki þessir menn, sem hugsa fyrir þjóðinni, þó að
þeir hafi orð fyrir henni. Ræða Mc Kenna var öllu
fróðlegri en Wyndhams, og viðkvæðið þetta: Hvar á
þetta að lenda ? Hann sýndi fram á hvernig herflotakostn-
aðurinn fer altaf vaxandi, með vaxandi hraða. Skipin
eru altaf að verða dýrari; nú kostar fyrsta flokks bryn-
skip um 40 miljónir króna (meir en þinghöllin, svo mikil
sem hún er) og jafnframt verða skipin skammærri, skemra
þangað til þau eru orðin úrelt og eru seld fyrir lítið verð,
hjá því sem þau kostuðu upphaflega. Oft var Þýzkaland,
»Djörmani«, eða hvernig í skrattanum þeim tekst að bera
það fram, nefnt í þessum ræðum, og er Þýzkaland sú
grýla, sem er höfð til að hleypa upp herkostnaðinum, og
vilja Englendingar að flotinn enski standi á sporði flota
tveggja þeirra þjóða, sem mestan herskipastól eiga. Héldu
stjórnarandstæðingar því fram, að núverandi stjórn hugs-
aði ekki um að fullnægja þeim kröfum, og stofnaði land-
inu í voða, íhaldsblöðin veittu stjórnarflokknum jafnvel
þungar ávítur fyrir það, að hann væri að hugsa um mann-
félagsumbætur í stað herbúnaðar, og er skrítið, en ekki
skemtilegt, að slíkt skuli verða geflð stjórn að sök á 20.
öldinni. Ymsir halda að vofi yfir stríð milli Þjóðverja og
Englendinga, og er ekki gott að vita nema þar logi upp
úr. En þó mun ekki þurfa annað en aukna alþýðument-
un til þess að taka fyrir ófrið milli Evrópu-þjóða. Þegar
opnuðust augu alþýðu í öllum löndum, svo að hún sæi að
styrjaldirnar eru engum til gagns nema nokkrum auð-
mönnum, þá mundi hún alveg neita að gerast blótfórn
á altari Mammons. Munu þá verða stórar umbætur á
högum manna, er alt það vit, alt það fé og alt það starf,
sem nú fer til herbúnaðar, beinist að mannfélagsþörfum.
Annars er eg sífurðandi mig á því, að sjá ekki ritað meira
um samband milli allra hvítra þjóða en gert er; því að
það liggur alveg í augum uppi, að eftir ekki mjög marga