Skírnir - 01.08.1912, Síða 58
248
Úr ferðaiöga.
mannsaldra er bæði Evrópa og Ameríka undirlægjur gulra
Asíuþjóða, ef ekki verður einhver mikil breyting á ýmsu
frá því sem nú er. En eg hygg að gulir menn geti ekki
komist eins langt eins og hvítir þar sem bezt hefir orðið,
eins og var á Grikklandi, í Rómaveldi, í Noregi fyrir
harðstjórnardaga Haralds hárfagra, og síðan á íslandi,
ennþá betur, þó að þar yrði of skjótur endir á, eins og
eg hefi lítillega vikið á í ritgerð minni í Skírní 1906, sem
min8t hefir verið á hér að framan.
Mjög miklu minna rúm er ætlað áheyrendum í brezka
þinginu heldur en t. a. m. í ríkisdeginum þýzka, og kven-
fólkið er látið vera sér og raunar í nokkurs konar búri,
með ramlegum járnstöngum fyrir. Vantraustið á kven-
fólki, þar sem til opinberra mála kemur, er eins og af
þessu má sjá, afar megnt með Englendingum, enda ætlar
kosningarétturinn að verða kvenþjóðinni mjög torsóttur i
landi Stuarts Mills. Og að vísu er mér að virðast erfið-
ara og erfiðara að sjá hvað rétt muni i þessum efnum.
Þar er margs að gæta. Það má sjá af sögum og eins oft
af því, sem ekki hefir verið í sögur fært — og raunar
bezt, ef menn skildu það — að Hrappur og þaðan af
miklu verri menn, geta fengið svo mikil yfirráð yfir ýmsu
kvenfólki, að það mundi snúast á móti sínum eigin börn-
um, hvað þá heldur skynsamlegum ástæðum. Jafnvel hjá
mestu mentaþjóðum er mikill meiri hluti kvenfólksins ó-
fáanlegur til annars, en bera á sig skraut og fatnað ýmis-
konar, sem er því til lýta og jafnvel heilsuspillis, og helzt
kemur manni til að minnast ýmsra villimannasiða, sem
sumir virðast komnir alla leið aftan úr steinöldum. Ákaf-
lega mikil og ábatasöm verzlun er bygð á ýmsri kven-
legri heimsku, og virðist það regla, að sú vara sem ætl-
uð er kvenfólki, sé fremur svikin en önnur. Mikið er
líka í kaþólskum löndum og sjálfsagt líka nokkuð víðar,
kvartað undan þeim tökum, sem klerkastéttin og einstakir
klerkar geti náð á kvenfólkinu, og hefir það margs manns
líf eitrað, og það einmitt beztu mannanna, því að ástin er
manninum því nauðsynlegri til allra þrifa, sem hann stefnir