Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 61

Skírnir - 01.08.1912, Side 61
Um talshætti í íslensku. [Frá hinu helsta skýrt í ræðu á stúdentafjelagafundum i Khöfn]. Það mundi þykja nokkuð kynleg spurníng ef jeg spyrði, skiljum yjer mál vort?, skiljum vjer orðin sem vjer höfum í munni dags daglega? Auðvitað mundu allir svara játandi — og svarið er rjett, en ekki til fulls. Vjer vit- um allir, að »hestur« merkir eitt dýr, »hundur« annað, »refur« hið þriðja, og oss skeikar aldrei í rjettri notkun þessara orða. En vitum vjer, hvað þessi orð merkja eigin- lega, hvað í þeim felst, hvers vegna »hesturinn« heitir hestur osfrv. Við þeirri spurningu má óhætt kveða nei. Fæstir vita eða þykjast vita þ a ð. Það eru ekki nema örfáir menn, þeir er leggja stund á þá sjerstöku fræði- grein er nefnist »upprunafræði orða«, er vita nokkuð uin þetta, og þó er vitneskja þeirra mjög af skornum skamti. Orðin eru nefnilega komin svo langt frá uppsprettu sinni að þau eru orðin óskiljandi. Vér lærum þau í æsku ósjálfrátt; vjer köllum hestinn hest, af því að foreldrar vorir eða frændur nefna svo. Orðin eru oft sem gamlir peníngar, sem alt mót er slitið og nuddað af, svo að ekk- ert er eftir er sýni hvað þeir gilda. Samt gánga þeir kaupum og sölum, og allir vita, hvað gildi þeirra er í rauninni, og menn fara aldrei vilt. En það eru ekki einúngis orð, heldur og margs konar setníngar, sem eru notaðar þannig, að hin upphaflega þýðíng þeirra er hulin nokkurs konar þokublæju, ef hún er ekki með öllu gleymd; þær eru ekki notaðar í sinni frummerkíngu, heldur í »afleiddri« þýðíngu; íslenskan á

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.