Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 63

Skírnir - 01.08.1912, Page 63
Um talshætti i íilenskn. 253 en það er hin afleidda merkíngin. En engum, sem lesið hefur Færeyíngasögu, blandast hugur um upprunann. Það er hann Þrándur, gamli kallinn, i Götu, sem talshátturinn á við, en Gata hjet höfuðbólið á Austurey, þar sem Þrándur bjó, en h a n n var það, sem mest og þrást stóð í móti Ólafi helga og tilraunum hans til að skattgilda og kristna Færeyjar; því heitir sá maður e-m »Þrándur í Götu* er stendur i móti öðrum og tilraunum hans — og má svo líka hafa orðin um hverja hindrun eða mótstöðu. »Komast á vonarvöU bendir til fornra tima, þegar fátæk- língar flökkuðu um til að biðja sjer matar; það var flest gamalt og hrumt fólk, sem þótti gott að styðjast við staf, en völur merkir staf; nú merkir setníngin ekki annað en að verða svo fátækur, að maður sje ekki sjálfbjarga, fari á sveitina. »Að vera á heljarþröminni* (eldra: þremin- um) skilja allir, en efalaust á talshátturinn rót sina í heiðinni trú á hel sem náríki niðri í jörðunni. Yngra er »að vera á grafarbarminumc, og í dálítið annari merk- íngu: »vera kominn að því að deyja«. Talshátturinn er hafður um alt sem tæpt stendur, hvort sem um sjálfan dauðann er að ræða eða ekki — og jafnvel helst ekki um hann. öll þessi orðatiltæki eru sem sagt var ævagömul og eiga rót sína i fornaldarverkum og fornaldartrú og jafn- vel siðum, sem aldrei hafa getað átt sjer stað á voru landi — samt lifa þau og lifa góðu lífi, — af þvi að þau hafa fengið f a s t a en afleidda merkíngu; vel mætti segja að þau væru nú steingjörvíngar, en þó lifandi steingjörv- ingar; kann vera að sumum þyki þetta mótsögn i orðun- um. Vjer munum sjá mörg dæmi hins sama í þvi, sem hjer fer á eftir. Vjer viljum nú flokka þessa talshætti eftir efni þeirra og frummerkíngu, og verða þá í f y r s t a flokki talshættir, er segja má sjeu leiddir af almennri reynslu manna, bæði að því er snertir þá sjálfa og náttúruna sem um þá er, 1. Hjer tel jeg fyrst talshætti sem ekki eru komnir af verulegri reynslu, heldur hugsaðri. »Að skilja fyr en

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.