Skírnir - 01.08.1912, Síða 68
268
Um taUhætti i íslensku.
(lekanum)*, bendir til þess, að lekið hafi í húsum, þegar
regn var mikið, eins og oft vill verða enn í dag, bæði í
bæjum og timburhúsum (það sem »sett er undir* er eitt-
hvert ilát); oftast merkir talsh. að leitast við að afstýra
e-u vondu eða byggja fyrir það. — »Hrinda e-m af stóli*
er ekki vingjarnlegt, en getur vel hafa komið fyrir; nú
er það aldrei annað en talsh., er merkir að hnekkja e-u
eða reka e-ð til baka. Vera má, að stóllinn sje hjer kon-
úngsstóll og er þá talsh. ekki allúngur og ekki íslenskur.
— Þegar fullskipað er, »er setinn bekkurinnc — nú er
talsh. hafður, þótt ekki sje um bekki að ræða. — »E-ð er
(ekki) um skör framc = e-ð er (ekki) óþarft, efalaust
dregið af »skörinni« fyrir framan (neðan) aðalbekkinn.
Talshátturinn er gamall (sú bekkjaskipun, sem hann gerir
ráð fyrir, er löngu horfin), en þó finst hann ekki í fornu
máli; orðabækurnar hafa hann ekki. — Líkt er að segja
um:» að eiga upp á pallborðið hjá e-m« = að vera í
miklum metum hjá e-m og njóta góðs af; »pallborðið« er
hjer aðalborðið eftir fornri bekkjaskipun; þar sat húsbóndi
og aliir þeir sem mest voru metnir. — Hús og hallir voru
í fornöld prýdd á ýmsa vegu. Veggir voru skrýddir með
tjöldum og á þeim hjengu vopn alls konar; þar á meðal
ekki síst skildir; skildir gátu verið tvenns konar, varnar-
skildir í orrustum og höggvaviðskiftum, og hreinir og beinir
skrautskildir, lagðir málmspöngum, og ekki hafðir til varn-
ar; voru eins og myndir á veggjum nú. Það má nærri
geta, að mönnum þótti það eyðilegt og ekki fagurt, ef
einhver þess konar skjöldur var tekinn niður; þá var eða
varð í raun og veru »skarð fyrir skildic; nú er talsh.
tiðhafður um mikinn og tilfinnanlegan missi (t. d. ágætis-
manna). — Frá kirkjubyggíngum hygg jeg að stafi talsh.
að taka í sama strenginn* o: klukkustrenginn, = að vera
e-m sammála; hjer er varla um strengi á skipum að ræða;
heldur gæti verið átt við hljóðfærastreng. — Áður og víða
enn er útidyrum lokað svo, að loku er hleypt (skotið) fyrir,
svo að að eins verður lokið upp að innan; ef henni er
(ekki) hleypt frá að innan, kemst enginn inn; því er talsh.