Skírnir - 01.08.1912, Page 69
Um talshætti i islenska.
259
»það er loku skotið fyrir e-ð« myndaður til að merkjar
að eitthvað sje algjörlega hindrað. — Loks er enn einn
talsháttur sem hjer má nefna: »að reisa (taka) sjer hurð-
arás um öxl« = að taka sjer e-ð fyrir hendur sem er
manni ofurefli, sem maður ræður ekki við, hefur ekki krafta
eða hæfilegleika til; »hurðarás« var bjálki (stokkur) yfir
útidyrum, og hefur verið lángur, digur og þúngur og þurft
mikla krafta til að bera hann eða lyfta (eiginlega voru
tveir hurðarásar jafnhátt og lítið bil í milli þvers yfir frá
lángvegg til lángveggjar); talsh. er norskur að uppruna.
c) Talshættir dregnir af matseld og mataræði. Alment
er sagt að »e-ð sje á seyði« um það, sem er í aðdraganda,
verið er að ráðgera, og er það þá oftast haft um það sem
maður ber einhvern kvíðboga fyrir; »seyðir« er samstofna
við s j ó ð a (s a u ð) og þýddi eld, soðeld, og líka soðholu
(holu niðrí jörðina er ket var soðið i, þannig, að hún var
vandlega þakin að ofan; sbr. ritgjörð B. M. Olsens í Ar-
bókum Fornfræðafjel. 1909). Merkir þá: »Eitthvað er nú
verið að sjóða«, sbr. »að sjóða e-ð saman«. »E-ð er í pott-
inn búið« (»vel eða illa er o. s. frv.), eiginlega um mat-
inn, sem á að sjóða, en svo alment haft um viðbúnað mála
og athafna, hvernig það og það er úr garði gert. — »Að
fá smjerþefinn af e-u« = að verða hart úti, haft einkum
þegar manni finst, að einhverjum hefnist eða þurfi að
hefnast fyrir eitthvað; talsh. á auðvitað við súrt smjer og
þefinn af því, sem ekki hefur þótt neitt þægilegur, þegar
meir en góðu hófi gegndi. Nú er súra smjerið á íslandi
á förum eða alls ekki til, en talsh. mun eiga lángt líf fyrir
höndum fyrir því. — Það er með smjerið sem svo mart
annað, að »það er komið annað hljóð í strokkinn« = það
er komin full breytíng á hlutinn. Nú eru allir strokkar
á íslandi ekki annað en forngripasafnsmunir; og ætti þvi
talsh. nú að vera, að annað hljóð sje komið í »skilvind-
una«; en þó skilvindan hafi flæmt strokkinn burt úr búr-
inu, þá stendur hann sig víst það betur i tali manna. —
Oft þykir sumum sem aðrir »taki spón úr askinum sínum*
= svifti sig e-u, sem eiginlega sje þeirra rjettmæt eign;
17*