Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 70

Skírnir - 01.08.1912, Side 70
260 Um talshætti i islenskn. bæði spónninn og askurinn eru farin sömu leið sem strokk- urinn. Börn vor og barnabörn verða að fara á forngripa- safnið til að fá að vita, hverskonar verkfæri þetta hafi verið. — Þekkíngin mun eðlilega verða nokkuð »af skorn- um skamti« =ófullkomin og rýr; »skorinn skamtur* var það, er viðtakanda þótti of mikið klipið af ketbitanum sínum. — Enn mun mörgum þykja gott að í bitanum sje bein, er »kryfja megi til mergjar*; en þetta er löngu orð- inn almennur talsháttur, hafður um að rannsaka e-ð ná- kvæmlega. — Hins vegar er sagt, að e-ð sje »ekki nema til dúks og skeiðar* = sje til í litlum mæli og vantar þá »það sem við á að jeta« — talsh. um það, sem mann van- hagar um af nauðsynjahlutum. d) Heimaiðn og húsvinna hefur getið af sjer almenna talshætti. — Af vefnaði er dregið »að útkljá e-ð« = að Ijúka við e-ð til fulls. »Kljár« (eldra klje) eða »kljásteinn« var einn af þeim steinum, er hengdir voru í uppistöðuna í gamla vefnum til þess að halda þráðunum þöndum svo að ekki slaknaði á þeim; og þurfti allmarga steina i hvert sinn; ekki er mjer ljóst, hvort talsh. á við það, er búið var að koma steinunum öllum fyrir og vefurinn var sett- ur upp til fulls, eða það, er vefurinn var allur búinn, svo að taka mátti steinana alveg burt; þetta er líklega hið rjetta. — Islenskir skór eru enn almennir um land alt, og þarf þá víst ekki að skýra mikið talsháttinn »að gera (sjer) á fæturnar [svo stóð þar sem talsh. var hafður] um e-ð« = að hafa viðurbúníng til einhvers sem maður ætlar að gera. — Af smíðariðn er leitt »að hafa tángarhald á e-u« = að hafa náð föstum tökum á e-u. — Sömuleiðis »að vera milli steins og sleggju* = að vera illa staddur, í mikilli hættu er vofi yfir (sbr. »að vera milli vonar og ótta«) nema hjer sje átt við stein og sleggju, er harðfiskur var barinn á og með — og »kemur þó í sama stað niður*. — »Að fá (hafa) bakhjarl [svo er oft skrifað] í e-u (e-m) = að fá (hafa) stoð í eða af e-u (e-m). »Bakhjarl« er ef- laust með öllu rángt. Orðið er kallkyns og á því að vera »bakhjallur«, svo er og sumstaðar í rauninni sagt (t. d. í

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.