Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 71

Skírnir - 01.08.1912, Side 71
Um talshætti i islenskn. 261 Árnessýslu; sögn Guðmundar læknis Guðmundssonar); orð- ið er ljóst, af »hjallur«, upphækkun (sbr. seiðhjallur) með einhverju móti; t. d. haft um klump (stein) sem lagð- ur er undir járnkall, er á að lyfta e-u (t. d. steini) upp með (rífa hann upp með); án þess að skjóta e-u undir járnkallinn, er ekki hægt að gera það, og vega það upp sem upp skal. Þá er þýðíng talsháttarins auðskilin. Af búnaðarverkum eru dregnir þessir talshættir: »að færa sundur (saman) kvíarnar«, eiginlega »að stækka (eða minka) kvíarnar eftir þvi sem ánum fjölgar (eða fækkar)« — haft um aukning eða þverrun velmegunar manns og athafna yfir höfuð; þessi talsháttur er mjög smellinn og alíslenskur og leiðist af búnaðarhætti, sem enn í dag er almennur. — »E-m er markaður bás« = e-r á vissan tak- markaðan stað eða hlutverk. Á kvikfjárrækt bendir talsh. »að vera (ekki) með sama markinu brendur« = að vera eins og (öðruvísi en) e-ð annað, og er þá haft í heldur niðrandi merkíngu; »markið« er brennimarkið á hófum og hornum. Á úreltan búnaðarhátt bendir talsh. »að ekki sje öll kurl komin til grafar« = að einhverju sje (líklegast) stolið undan; gröfin er kolagryfjan er viðarkol voru brend í (þess konar kolagryfjur eru allvíða á Islandi — heldur raunalegar fornmenjar), og »kurlin« (þ. e. kurflin, af kurfur = lítið stykki) = smáir viðarbútar; er talsh. dreginn af þvi, að mönnum hafi stundum þótt kolagerðarmennirn- ir hnuplóttir? Til búnaðar heyrði áður mjög að girða — ekki að eins um tún heldur og engjar og aðra haga, miklu meira en nú er gert; víða vottar fyrir girðingum á Islandi, og eru það fornmenjar sem tala sínu máli; hefur mjer virst það mál vera lögeggjan til búandmannalýðsins nú á dög- um. Þar af er leiddur talsh. »að girða fyrir e-ð« = að útiloka e-ð, sjá um að e-ð (gott eða ílt) geti ekki (framar) átt sjer stað. — Jeg gat um haga — þegar þeir eru nærri bæ og góðir, er (var) sagt, að »hægt sje í högum«,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.