Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 71
Um talshætti i islenskn.
261
Árnessýslu; sögn Guðmundar læknis Guðmundssonar); orð-
ið er ljóst, af »hjallur«, upphækkun (sbr. seiðhjallur) með
einhverju móti; t. d. haft um klump (stein) sem lagð-
ur er undir járnkall, er á að lyfta e-u (t. d. steini) upp
með (rífa hann upp með); án þess að skjóta e-u undir
járnkallinn, er ekki hægt að gera það, og vega það upp
sem upp skal. Þá er þýðíng talsháttarins auðskilin.
Af búnaðarverkum eru dregnir þessir talshættir: »að
færa sundur (saman) kvíarnar«, eiginlega »að stækka (eða
minka) kvíarnar eftir þvi sem ánum fjölgar (eða fækkar)«
— haft um aukning eða þverrun velmegunar manns og
athafna yfir höfuð; þessi talsháttur er mjög smellinn og
alíslenskur og leiðist af búnaðarhætti, sem enn í dag er
almennur. — »E-m er markaður bás« = e-r á vissan tak-
markaðan stað eða hlutverk.
Á kvikfjárrækt bendir talsh. »að vera (ekki) með
sama markinu brendur« = að vera eins og (öðruvísi en)
e-ð annað, og er þá haft í heldur niðrandi merkíngu;
»markið« er brennimarkið á hófum og hornum.
Á úreltan búnaðarhátt bendir talsh. »að ekki sje öll
kurl komin til grafar« = að einhverju sje (líklegast) stolið
undan; gröfin er kolagryfjan er viðarkol voru brend í
(þess konar kolagryfjur eru allvíða á Islandi — heldur
raunalegar fornmenjar), og »kurlin« (þ. e. kurflin, af kurfur
= lítið stykki) = smáir viðarbútar; er talsh. dreginn
af þvi, að mönnum hafi stundum þótt kolagerðarmennirn-
ir hnuplóttir?
Til búnaðar heyrði áður mjög að girða — ekki að
eins um tún heldur og engjar og aðra haga, miklu meira
en nú er gert; víða vottar fyrir girðingum á Islandi, og
eru það fornmenjar sem tala sínu máli; hefur mjer virst
það mál vera lögeggjan til búandmannalýðsins nú á dög-
um. Þar af er leiddur talsh. »að girða fyrir e-ð« = að
útiloka e-ð, sjá um að e-ð (gott eða ílt) geti ekki (framar)
átt sjer stað. — Jeg gat um haga — þegar þeir eru
nærri bæ og góðir, er (var) sagt, að »hægt sje í högum«,