Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 73

Skírnir - 01.08.1912, Page 73
Um talshætti i islensku. 263 að teningnum er kastað og hann er kyrr orðinn á borð- inu, snýr vitanlega ein hliðin upp með svo og svo mörgum augum; það var þá »uppi á teníngnum*; þessi talsh. merkir, að e-ð kemur í ljós, verður að raun. — Jeg hygg og, að »að hafa eftirköst* = að hafa afleiðingar (óþægi- legar) eigi hjer heima, og að »eftirköst« (sem ekki flnst í fornu máli) sjeu síðari »köstin« (annars sem síðar átti að kasta), er oft gátu orðið óþægileg þeim, sem fyr hafði kastað. — »Að bæta úr skák« = að bæta hag sinn eða gerðir eða leiðrjetta þær (»ekki bætti það úr skák« = ekki gerði það hlutinn, málið, betra); hjer mun »skák« ekki vera sama sem taflið sjálft, heldur það ásigkomulag taflsins, er öðrum kónginum er skákað; eiga orðin þá eig- inlega við það, að taflmaðurinn, sem kónginn á, getur hnekt bragðinu eða leik hins. Af hinum forna almenna leik, hestaatinu, sem tíðkað- ist lengi vel á íslandi (1623 er síðasta atið talið að hafa átt sjer stað, sbr. Eimreiðina 9. árg.), er dreginn talsh. »að leiða hesta sína saman«, = að eiga í deilu (einkum orða- eða ritdeilu); sýnir hann, ekki siður en margir aðrir, hve lífseigir talshættir geta verið. Loks er einn leikur enn, sem einkum er getið í forn- aldarsögum og tröllasögum; það er hnútukastið, eða sá »leikur«, að menn köstuðu nöguðum hnútum hver í ann- an — og hefur þá vist stundum gránað gamanið. Þar af er sá talsh. dreginn, »að maður hreyti (kasti) hnútum í annan«, er hann skýtur að honum ónotaorðum og skætíngi, brígsl- um og þvílíku — og hefur þessi talsh. nokkrar aldir á baki sjer. 4. Talshættir úr viðskiftalífi. a) úr málaferlamálinu er tekið að] segja »það er til málsbóta(r)*, »það er bót í máli« = það bætir um; tals- hátturinn er víst aldrei nú hafður i sinni eiginlegu merk- íngu. b) úr þjóðlífsmálinu: »Það er skylduskattur* = það er skylda, eða og haft um fjárgreiðslu, sem alls ekki er neinn skattur.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.