Skírnir - 01.08.1912, Page 77
Um talshætti i íslenskn.
267
orðið að talshætti, að »agnúar sje á því eða því«, = að
erfiðleikar, hindranir, sjeu fyrir e-u; þó mun það líka fel-
ast í talshættinum, að þessar hindranir eða erfiðleikar sje
ekki svo, að þeim verði ekki »rutt úr vegi« (hjer er nýr
talsh., dreginn af að ryðja steinum úr götu).
6. Talshættir úr náttúruríkinu.
a) úr dýraríkinu eru þessir: »leika lausum hala«
= að vera frjáls og óhindraður í atgjörðum sínum; en
hvenær og á hvaða dýrum voru »halarnir« bundnir; talsh.
er eldgamall, kemur fyrir í Lokasennu, og er tíðhafður
enn í dag, ef til vill er talsh. dreginn af refnum. — »Að
leggja krók á hala sinn« = að fara fljótt og óhiksamlega
á stað; hjer mun talshátturinn vera dreginn af hundum
sem hrínga rófuna, þegar þeir hlaupa (á stað). — »Að
draga dilk á eftir sjer« = að hafa óþarfar og slæmar af-
leiðíngar; dregið af því að óþarft hefur þótt, að dilkar
fylgdi ánum, mæðrum sínum, lengur en góðu hófi gegndi.
»Að standa e-m á sporði« = að vera jafnduglegur sem
annar, hafa (mátt) við e-m, hvort heldur er líkamlega eða
andlega. »Sporðurinn« er hjer víst helst sporður á dreka,
samkvæmt því sem segir í sögu Haralds harðráða (t. d.
í Morkinskinnu) um hann og Haldór í ormadýflissunni;
þar stendur: »en Ulfr er sterkastr, hann skal fara á sporð-
inn [drekans] þvíat þar er aflit ormanna«. »Að standa á
sporði« merkir því að »lama kraft ormsins með því að
standa á sterkasta parti hans«, þ. e. með öðrum orðum
vera honum jafnsterkur. — »Að vera daufur í dálkinn«
= að vera máttlítill og fjörlítill, er eflaust dregið af lítt
söltuðum fiski, einkum við dálkinn. — Svo skal jeg bæta
hjer við einum undarlegum talshætti: »til þess og
þess eru refarnir skornir« = þeim og þeim brögðum er
(hefur verið) beitt. En mjer er spurn, er það eða hefur það
verið vani að skera refi, eins og sauðkindur? En þvi
vanalegra er að refar sjeu skotnir; er það ekki rjetta
orðið?; framburður þessara orða er eða getur verið svo líkur
(skotnir, skornir o: skoddnir), að það hefði getað valdið af-