Skírnir - 01.08.1912, Qupperneq 80
Peningakista keisarinnunnar.
Eftir Selma Lagerlöf.
Biskupinn hafði látið kalla síra Vernharð fyrir sig.—
Það var leiðindamál.
Síra Vernharður hafði verið sendur af stað til að pré-
dika í verksmiðjuhéraðinu í nánd við Karlsvirki (Charleroi),
en þegar hann kom þar, var mikið verkfall og verka-
menn allæstir og viðskotaillir. Hann sagði biskupi frá
því, að undir eins og hann kom á »svarta blettinn*, hefði
hann frá verkamannaforingja einum fengið bréf þess efnis,
að honum væri frjálst að tala, en ef hann dirfðist að nefna
guð í ræðu sinni — ljóst eða leynt — þá skyldi friðinum
lokið í kirkjunni. »Og þegar eg kom upp í prédikunar-
stólinn og sá söfnuðinn*, sagði klerkurinn, »var eg ekki
í efa um það, að þeir mundu efna orð sín«.
Síra Vernharður var lítill og pervisinn munkur. Bisk-
upinn leit niður á hann eins og á einhverja óæðri veru.
Það var svo sem auðsætt, að svona órakaður og smáskít-
legur munkur, með alveg tilkomulaust andlit, væri rag-
menni. Hann var meira að segja smeykur við hann,
biskupinn.
»Mér hefir líka verið skýrt frá því«, sagði biskupinn,
»að þér urðuð við ósk verkamannanna. En eg þarf varla
að benda á . . .«
»Herra biskup«, tók síra Vernharður fram í, ofur-auð-
mjúklega. »Eg hélt að kirkjan vildi ef hægt væri skirr-
ast vandræðum«.
»En kirkja sem þorir ekki að nefna guðs nafn . . .«
»Hefir herra biskupinn heyrt ræðuna mína?«