Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 84

Skírnir - 01.08.1912, Side 84
274 Peningakista keisarinnunnar. nú finst honum arfurinn minni en hann hafði búist viðc, »En þá á hann þó eitthvað vístc, sagði keisarinnan. »0- já«, sagði presturinn, »en þegar hann hefir peningana handa á milli, þorir hann ekki að ráðast í nein stórvirki, af því hann er hræddur um að þeir hrökkvi ekki til«. — »Það þyrfti þá eitthvað óþrjótandi til að hjálpa ykkur íi Heyst«, sagði keisarinnan. — »Það er meiningin«, sagði presturinn, »þar er óendanlega mikið að gera, og ekkert verður gert fyr en menn vita að af óendanlega miklu er að taka«. Keisarinnan hélt áfram, þangað til hún fann hafnsögu- foringjann í Miðkirkju (Middelkerke) og gat spurt hann tíðinda þaðan. — »Eg veit ekkert öðru nýrra«, sagði hafn- söguforinginn, »nema það að Jan van der Meer og Luca Neerwinden eru nú komnir í hársaman*. — »Nei, er það satt?« »Já, þeir hafa fundið þessi þarna þorskamið, sem þeir hafa báðir verið að leita að alla sína æfi. Þeir höfðu heyrt fornar sagnir um miðin, og róið um allan sjó til að leita þau uppi, og alla tíð verið beztu vinir, en nú þegar þeir hafa fundið miðin, eru þeir orðnir óvinir*. — »Þá hefði farið betur, ef þeir hefðu aldrei fundið þau«, sagði keisarinnan. — »Já«, sagði hafnsöguforinginn, »víst hefði þá farið betur*. — »Það sem ætti að hjálpa ykkur í Mið- kirkjuc, sagði keisarinnan, »það yrði þá að vera svo vel falið, að enginn gæti fundið það«. — »Einmitt það«, sagði hafnsöguforinginn, »vel falið yrði það að vera, því ef ein- hver fyndi það, þá yrði tómur fjandskapur og þref út af því, eða þá að því yrði undir eins eytt, og þá væri sú dýrðin úti«. Keisarinnan andvarpaði, og fann að hún gat ekkert gert. Svo fór hún í kirkjuna, og allan messutímann kraup hún á kné og bað, að sér mætti engu að síður auðnast að hjálpa fólkinu. Og, með yðar leyfi, samborgarar, í messulok varð henni það ljóst, að betra væri að gera lítið en ekkert. Þegar fólkið kom út úr kirkjunni, nam hún staðar á kirkjutröppunum og ávarpaði það. Aldrei fyrnist það neinum manni í Vesturflandri hvern-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.