Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 85

Skírnir - 01.08.1912, Side 85
Peningakista keisarinnunnar. 275 ig hún þá var ásýndum. Fögur var hún sem keisarinna, og klædd var hún sem keisarinna. Hún bar kórónu á höfði, og skikkju á herðum, og hafði veldissprota í hönd. Hárið var kembt hátt og stráð hvítum salla, og undið hlaði tneð stórum, dýrindis perlum, sem gægðust fram milli lokkanna. Hún var klædd í rautt, ljómandi silki, og allur var búningur hennar lagður flæmskum kniplingum. Hún hafði rauða, hælaháa skó, með stórum gimsteina- spennum yfir ristina. Svona lítur hún út enn í dag, þeg- ar hún gegnir stjórnarstörfum í Vesturflandri. Nú ávarpaði hún strandamenn og sagði þeim vilja sinn. — Hún sagði þeim hvernig hún hefði velt því fyrir sér, hvað helzt yrði þeim til hjálpar. Hún sagði að þeir vissu það líklega, að ekki gæti hún haldið haflnu í skefjum eða heft storminn, og að ekki gæti hún stýrt fiskitorfunum upp að ströndinni eða snúið melgresinu í hveiti. En það sem hún, vesöl kona, gæti gert fyrir þá, það skyldi verða gert. Þeir lágu allir á hnjánum meðan hún talaði. Aldrei höfðu þeir áður fundið svo milt og móðurlegt hjarta slá fyrir þá. Keisarinnan talaði þannig um hið erfiða líf þeirra, að þeir fóru að gráta yfir meðaumkun hennar. En nú, sagði keisarinnan, hefði hún einsett sér að eftirláta þeim peningakistuna sína með öllum þeim fjár- sjóðum sem í henni væru. Það væri gjöf sín til handa þeim öllum sem byggju þar úti á sandhólunum. Það væri eina hjálpin sem hún gæti í té látið, og hún bað þá að fyrirgefa að hún væri svo litil. Og tárin stóðu í augun- um á henni líka, þegar hún sagði þetta. Hún spurði þá nú hvort þeir vildu lofa þvi og sverja það, að þeir skyldu ekki grípa til sjóðsins fyi en vand- ræði þeirra væru orðin svo mikil, að þau gætu ekki verri orðið. Og enn fremur, hvort þeir vildu sverja, að þeir skyldu láta hann ganga að erfðum til eftirkomenda sinna, ef þeir þyrftu ekki sjálfir á honum að halda. Og loks bað hún hvern einstakan mann að sverja, að hann skyldi

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.