Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 95

Skírnir - 01.08.1912, Page 95
Útlendar fréttir 285 tanic<5, þótt vera ætti jafnvel betri en áöur voru dæmi til. Skipið sökk um nóttina. Björgunarbáta hafði skipið ekki nema banda nokkrum hluta þeirra rnanna, sem það flutti, og voru konur og börn látin sitja fyrir þeim. Annars er hór eigi róm til að segja nákvæmlega frá þessu slysi, og verður að vísa þar til fréttablaðanna. Als fórust þarua 1653, en 705 komust af: tæp 500 af farþegum og rúm 200 af skipshöfninni. Er þetta talið hið gífurlegasta sjó- slys, sem sögur fari af. Þess er getið, að þegar fregnin barst um skipið, að hætta væri á ferðum, tók hljóðfæraflokkur þess að leika fjörug lög til þess að leiða athygli farþega frá hættunni. Og er skipið sökk, ljek hann enska sálminn »Nearer my God to thee« (Hærra, minn guð, til þfn). Meðal merkra manna, er þarna fórust, má nefna hinn heims- kunna enska blaðamann W. T. Stead, og miljónamennina amerfsku Astor og I. Strauss. Annars var þar margt þektra manna, einkum frá Amerfku. En skipshöfnin var mestmegnis frá Southamton. Smith skipstjóri fórst, og fyrsti styrimaður, er uppi var á stjórn- palli er áreksturinn varð, skaut sig uudir eins og hann sá, hvað úr ætlaði að verða. Meðal þeirra, sem af komust, var I. B. Ismay, forstjóri »White-Star«-línunnar, og hefir hann fengið ámæli út af slysinu vegna þess, að honum er kent um, að farið var með fullri ferð, þótt aðvaranir kæmu um, að leiðin væri óhrein. Óvíst er þó, að þær ásakanir hafi við mikið að styðjast. En þegar í fyrstu ferð átti þetta stóra og skrautlega skip að sýna sig í því, að það þyrfti skemmri tíma til ferðarinnar yfir hafið en önnur skip, því metnað- ur er afarmikill um þetta milli gufuskipafólaganna, sem ferðunum halda uppi. Senatið í Washington kaus nefnd manna til þess að rannsaka, hvernig í þessu slysi lægi. Var það löng rannsókn, og lagði nefndin farbann fyrir ýmsa af þeim sem af komust, þar á meðal Ismay línuforstjóra, er þeir voru komnir á land í New-York. Hefir nefnd sú felt harða dóma bæði um björgunartækin á »Titanic« og um stjórnina þar, er slysið vildi til. En Englendingar bregða þeim, sem fyrir þeirri rannsókn Btóðu, um fákunnáttu í sjómensku, þykir nefndin hafa verið harðdræg í framkomu gegn þeim, sem af kom- ust, og telja dóma hennar ekki ábyggilega. Sjálfir hafa þeir skipað aðra nefnd til þess að segja álit sitt um slysið og er Mersey lávarð- ur, merkur maður og vel kunnugur slikum sökum, formaður henn- ar. En álit þeirrar nefndar er enn eigi komið fram.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.