Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 96

Skírnir - 01.08.1912, Side 96
286 Útlendar fréttir. William Thomas Stead var svo merkur maður og áhrifamik- ill, að hans verður að minnast nánar en gert er hór að framan. Hann var liðlega sextugur að aldri, fœddur 1849, prestssonur, og fókst í æsku við verzlnn < Newcastle. En snemma fór hann þó að gefa sig við blaðamensku, og frá 1883—89 var hann aðalritstjóri blaðsins »Pall Mall Gazette« í Lundúnum. Á þeim árum verður hann fyrst nafnkunnur, og er sagt, að hann hafi þá tekið upp ýmsa nýbreytni í blaðamenskunni, er aðrir tóku síðan smátt og smátt eftir. Siðan stofuaði hann tímaritið »Review of Reviews«, sem varð mjög víðlesið og áhrifamikið, eins og kunnugt er, og var hann rit stjóri þess til dauðadags. Mjög mikla athygli vakti rit, sem hann gaf út meðan hann var ritstjóri »Pall Mall Gazette«, um BÍðspill- inguna í Lundúnura, og var hann fyrii það dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, en bókin varð samt orsók til nyrrar löggjafar um þau efni, sem hún vakti athygli á. »Ef Kristur kæmi til Chicago« beitir önnur bók eftir hann, sem út kom 1903 og vakti þá mikið umtal er það einnig ádeilurit um siðferði. Stead var mjög víðförull. Hann var friðarpostuli mikill og barðist ákaft, gegn Búastríðinu. A s<ð- ustu árum var hann andatrúármaður og ritaði »ósjálfrátt«. Hann stofnaði þá andaskrifstofu < Lundúnum, »Skrifstofu JúKu«, er átti að vera sambandsliður milli andaheimsins og mannheimsins, og gátu menn fengið að tala þar við framliðna kunningja sína. August Strindberg. Sænska stórskáldið August Strindberg er nýlega dáið. Strindberg hafði lengi verið þungt haldinn af veikind- um og andaðist á heimili sínu < Stokkhólmi 14. maí, 63 ára gam- all, fæddur < Stokkhólmi 22. jan. 1849. Hann var svo fjölhæfur rithöfundur, að fá dæmi eru til annars eins. í öllum greinum skáldskaparins hefir hann ritað meira og minna, en þar að auki hefir hann fengist við vfsindastörf, sögu og málfræði, efnafræði o. fl. Við blaðamensku hefir hann einnig fengist. Líka við málaralist; hafði ofan af fyrir sór með henni stundum, er hann dvaldi erlendis. í skáldskapnum varð Strindberg brautryðjandi < Sv<þjóð. Fyrstu skáldrit hans vöktu þar mikinn óróa meðal bókmentamanna: »Röda rummet«, »Máster 01af«, »Nya riket« o. fl. Hann var þá boðberi virkileikastefnunnar. En síðan hefir hann hvarflað < ýmsar áttir < skáldskap nínum, þv< hvergi hefir hann verið við eina fjölina feld- ur. Og jafnan hefir hann átt < stríði og deilum, og oft átt örðugt uppdráttar. Um nokkur ár var hann taliun geðveikur. Hann var um eitt skeið aðstoðarbókavörður < Stokkhólmi (1874—82). Slðan

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.