Skírnir - 01.08.1912, Page 98
288
Útlendar fréttir.
Út af þessu fóru aðrir að blanda sór í málið, Englendingar, Rússar,
Austurríkismenn o. fl. Varð það þá úr, að sundið var aftur opnað
til umferðar, er því hafði verið lokað um hálfs mánaðar tíma.
Þá róðust Italir á eyjar Tyrkja í Grikklandshafi, og tóku fyrst
Rhodosey. Þar á eyjunum má svo heita að Tyrkir séu varnarlausir
fyrir, enda hafa ítalir alt ráð þeirra í hendi sór á sjónum. Skot-
vopnabúnaður Tyrkja í köstulunum þar í eyjunum er sagður allur
svo gamaldags, að hann ætti fremur heima á söfnum en í hernaði
nú á tímum. Þó varð töluverð mótstaða frá Tyrkja hálfu á Rhodos.
Her þeirra varðist þar frá kastala inni í landi og varð nokkurt
mannfall áður hann væri unninn. Á Rhodosey eru um 30 þúsundir
íbúa, flest Grikkir, og er þar, eins og annarstaðar meðal Grikkja,
óánægja með yfirráð Tyrkja. Síöan hafa ítalir tekið fleiri eyjar
þar í kring. En Tyrkir segja slíkt engin áhrif hafa á stríSið yfir
höfuð. Hugsun Itala virðist vera sú, að hræða þá með þessum
árásum til samninga um afsal Trípólis og Kyrenaika, eða þá að fá
stórveldin til þess að skerast í leikinn og stilla til friðar á þann
hátt að Tyrkir semji um afsalið. En Tyrkir neita alt til þessa
fastlega öllum friðarsamningum, ef krafan só sú, að þeir eigi að
gefa upp yfirráö yfir Trípólis og Kyrenaika. Árásum ítala hafa
þeir svarað með því, að gera ítali útlæga úr löndum sínum. En
ítalir þeir, sem út er vísað, heimta aftur á móti, að stjórnin ábyrg-
ist þeim alt tjón, sem þeir bíða við það. Það er sagt, að skaða-
bótakröfurnar frá þeim ítölum einum, sem út hefir verið vísað frá
borginni Smyrna, nemi 20 miljónum líra.
Síðustu fregnir segja, að til muni standa að fulltrúar frá stór-
veidunum komi saman til þess að reyna að binda einhvern enda á
ófriðinn.
Marokkó. Þar logar enn alt í ófriði. Hafa Marokkóbúar gert
uppreisn gegn yfirráðum Frakka, er illa gengur að kæfa niður.
Mulai Hafid soldán er á bandi Frakka, en ræður ekki við neitt, og
er nú talað um aö hann segi af sér völdum.