Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 98

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 98
288 Útlendar fréttir. Út af þessu fóru aðrir að blanda sór í málið, Englendingar, Rússar, Austurríkismenn o. fl. Varð það þá úr, að sundið var aftur opnað til umferðar, er því hafði verið lokað um hálfs mánaðar tíma. Þá róðust Italir á eyjar Tyrkja í Grikklandshafi, og tóku fyrst Rhodosey. Þar á eyjunum má svo heita að Tyrkir séu varnarlausir fyrir, enda hafa ítalir alt ráð þeirra í hendi sór á sjónum. Skot- vopnabúnaður Tyrkja í köstulunum þar í eyjunum er sagður allur svo gamaldags, að hann ætti fremur heima á söfnum en í hernaði nú á tímum. Þó varð töluverð mótstaða frá Tyrkja hálfu á Rhodos. Her þeirra varðist þar frá kastala inni í landi og varð nokkurt mannfall áður hann væri unninn. Á Rhodosey eru um 30 þúsundir íbúa, flest Grikkir, og er þar, eins og annarstaðar meðal Grikkja, óánægja með yfirráð Tyrkja. Síöan hafa ítalir tekið fleiri eyjar þar í kring. En Tyrkir segja slíkt engin áhrif hafa á stríSið yfir höfuð. Hugsun Itala virðist vera sú, að hræða þá með þessum árásum til samninga um afsal Trípólis og Kyrenaika, eða þá að fá stórveldin til þess að skerast í leikinn og stilla til friðar á þann hátt að Tyrkir semji um afsalið. En Tyrkir neita alt til þessa fastlega öllum friðarsamningum, ef krafan só sú, að þeir eigi að gefa upp yfirráö yfir Trípólis og Kyrenaika. Árásum ítala hafa þeir svarað með því, að gera ítali útlæga úr löndum sínum. En ítalir þeir, sem út er vísað, heimta aftur á móti, að stjórnin ábyrg- ist þeim alt tjón, sem þeir bíða við það. Það er sagt, að skaða- bótakröfurnar frá þeim ítölum einum, sem út hefir verið vísað frá borginni Smyrna, nemi 20 miljónum líra. Síðustu fregnir segja, að til muni standa að fulltrúar frá stór- veidunum komi saman til þess að reyna að binda einhvern enda á ófriðinn. Marokkó. Þar logar enn alt í ófriði. Hafa Marokkóbúar gert uppreisn gegn yfirráðum Frakka, er illa gengur að kæfa niður. Mulai Hafid soldán er á bandi Frakka, en ræður ekki við neitt, og er nú talað um aö hann segi af sér völdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.