Ný félagsrit - 01.01.1871, Blaðsíða 3
Um stjórnarmálið.
3
komib”.1 En stefnan var ekki svo föst, eins og hann
hugsa&i, }>ví hún varb allsendis slegin af laginu meb því,
ab fúlksþíngib neitabi stjúrninni um fé þab, sem ætlazt
var á ab þyrfti til ab koma hinu íslenzka stjörnarmáli á
hina umbobslegu stefnu, sem stjórnin hafbi hugsab sír
seinast. Nú sló í baksegl, og lá þá næst ab stjórnin
héldi öllu sem var, og léti svo sjá hverju fram kynni ab
vinda. þab var ekki mjög líklegt, ab ríkisþíng Dana
mundi gjöra sér mikib far um, ab koma þessu máli fram,
og sízt í þá síefnu, sem oss gæti verib gebfeld, þegar
stjórnin gat haldib svo vib oss, ab útgjöldin yxi ekki.
Hinu varb reyndar ekki séb vib, ab alþíng hreyfbi málinu
aptur og aptur, og losabi um þab meb því móti, en
hugsast gat, ab Íslendíngum mundi ef til vildi leibast þetta
þóf, og sumir mundi verba til ab falla frá á freistíngartíman-
um, einsog opt ber vib, og hefir eins borib vib hjá oss,
og ab sumir mundi jafnvel snúast í móti sínum eigin
flokki, og koma honum í opna skjöldu og veita skæbar
bakslettur. þegar stjórnin þá hinsvegar neitabi oss um
jafnretti og full þjóbréttindi, neitabi alþíngi um löggjafar-
atkvæbi, og bygbi svo á þeirri neitun aptur, ab alþíng
hefbi engin réttindi nema til ab tala, og ekkert gilt at-
kvæbi nema til ab hugsa og segja já vib hverju þvf tiibobi, sem
stjórninni þóknabist ab bera fram fyrir þab: — þá var þab
allsennilegt ab ímynda sér, ab vor fámenna þjób mundi smá-
saman þreytast og verba leib á ab verja réttindi sín, og falla
seinast fyrir vopnum sinna eigin sona og atkvæbum þeirra.
þessi hætta er nú ab vísu enganveginn nú minni en hún
hefir verib, hún er jafnvel orbin berari í sumum greinum;
en af því ab eigi má varast nema viti, þá er ætíb betra
*) Ný Félagsrit XXVII, 109.
1