Ný félagsrit - 01.01.1871, Blaðsíða 102
102
Um stjúrnarmílið.
stundum hefir viÖ borií)1. — En hvaö sem nú um þetta
var, þá er það víst, að alþíng vísaði frumvarpi þessu á
bug, jafnframt og það þó viímrkenndi, að sumt í því væri
að efni til nýtilegt. það vantaði ekki, að margir af lönd-
um vorum yrði reiðir, og lðti fjúka töluverðar hrakspár,
sögðu að þessi aðferð alþíngis væri landinu til skammar og
skaða, og þar fram eptir; en svo bar þó við, að á alþíngi
1867 var lagt fram frumvarp, sem með öllum sínum
göilum stóð þó næst því, sem alþíng og flestir Islend-
íngar hafa farið fram á; og að því leyti sem penínga-
málið snertir, þá lofaði konúngur í auglýsíngunni til al-
þíngis 31. Mai 1867, að stjórnin skyldi stínga uppá, að
veitt yrði fast árgjald 37,500 rd., og 12,500 um nokkur
ár, sem svo færi mínkandi. þetta var þó munur en
42,000 rd. um 12 ár í frumvarpinu 1865. Alþíng tók
að kalla mátti vel á móti frumvarpinu 1867, og við-
víkjandi fjárkröfunni fór það ekki hærra, en að heimta
60,000 rd. árgjald, eða tæpan helmíng af reikníngskröfu
sinni, til þess að gjöra sitt til, að sættir gæti komizt á í
þessu atriði, því augljóst er, að þessi krafa er ekki hin
hæsta, heldur einmitt hin lægsta, sem hugsazt getur frá
hálfu íslands, ef það vill ekki sjálft kasta kröfum sínum
) Vúr getum þessa vegna þess oss flnnst koma fram svo undar-
legur misskilníngur um þessi atriði í ritgjörðinni um ^Stjórnar-
stöðu-frumvarp Kriegers’’ o. s. frv. í þjóðólfl XXIII, 75 athgr.,
þar sem annars svo mart er skarplega og vel tekið fram í þessari
ritgjörð. pessu svipaður misskilníngur grunar oss muni vera
þar um frumvarpið til alþíngis 1867 til ^stjórnarskipunarlaga
handa Islandi”, þar sem sagt er, að ekki hafl verið ætlazt til að
leggja það fyrir ríkisþíng Dana. Vér ætlum víst, að það hafl
verið áformið, að leggja það fyrir ríkisþíngið allt, einsog það
var, þó ekki væri látið mikið á því bera. Undirtektir alþíngis
og tillögur konúngsfulltrúa gjörðu án efa, að það varð ekki.