Ný félagsrit - 01.01.1871, Blaðsíða 36
36
Um stjómarmálið.
væri til ab breyta þeirri upphæb, sem stjórnin hefir stúngii)
uppá, mundi ver&a inálinu freraur til fyrirstö&u en til
farargrei&a; eg hefi því ekki viljab koma fram meb neitt
breytíngar-atkvæbi í þessu efni, þó mig hefbi annars kunnab
ab lánga til þess. þab er enn eitt, sem eg vil leyfa mér
ab minnast á, og sem mér finnst ab hættulaust væri ab
samþykkja. þab er, ab mabur gæti látib þab eptir Islend-
íngum, ab verba vib kröfu þeirra í því, ab borga þeim út
í hönd innstæbusjób svo mikinn, sem samsvari árgjaldi
því, sem skal vera fast. þetta held eg mabur gæti hættu-
laust fallizt á, og hver veit, nema mabur meb því móti,
þegar mabur léti eptir Íslendíngum { einstaka atribi, sem
þeir hafa gjört einna mest úr, kynni ab geta séb fyrir
endann á þessu leiba stríbi, sem hér hefir verib á milli.
þetta er nú samt ab eins bendíngar-atribi; eg álít, ab
málib sé nú komib á þab rek, ab ríkisþíngib verbi nú ab
fela stjórninni vald á hendur til ab koma því áleibis.
Annars stendur ab sönnu í 5. gr., ab „öll skuldaskipti,
sem verib hafa híngabtil milli ríkissjóbsins og Islands, eru
hérmeb alveg á enda kljáb”, og þetta er nú öldúngis
rétt (!), ab hér er borin fram lögfull (!) setníng, svo ab
Íslendíngar geta ekki komib fram meb meiri kröfur síbar,
þegar þeir hafa gengib ab lögum þessum1; en eg er þó
sannfærbur um, ab ef reynslan sýndi med tímanum, ab
sanngjarnt væri ab einu eba öbru væri enn fremur skotib til
íslands, þá væri ekki meb lögum þessum skotib loku fyrir
‘) f>að er vissulega öldúngis rétt, að þegar Islendíngar hafa sam-
þykkt, að allar fjárkröfur skuli falla niður af sinni hendi, þá
geta þeir ekkl vel haflð íjárkröfur á ný; en þegar þetta er ekki
viðurkennt og þegar samþykkiIslendínga er ekki til, þá getur
það ekki verið lögfull setníng, þó ríkisþíngið eitt segi þetta, meðau
alþíng samþykkir ekki. f>að verður þíngmaðurinn að játa.