Ný félagsrit - 01.01.1871, Blaðsíða 22
22
Um stjómarmálið.
tekií) í þetta mál, þá mun hver einn geta ráfcið þaí), ab
i'ullörbugt muni verba aí) koma ser saman vi& þá me&
því, sem rá&gjafinn hefir stúngi& uppá, en ver&i tillagi&
sett ni&ur, e&a því skilyr&i bætt vi&, sem hinn vir&ulegi
þíngmabur (Gad) tala&i um, þá held eg vissulega a& af
því muni lei&a, a& engu samkomulagi ver&i komib á.
þá voru ekki fleiri, er beiddu sér hljú&s, og var
málinu því næst skotib til atkvæ&a, og vísa& til annarar
umræ&u í einu hljó&i (me& 73 atkvæ&um).
Gad stakk nú uppá, aö nefnd yr&i kosin í þetta
mál, og stakk uppá sjö manna nefnd; Klein, háyfirdómari
í sjóréttinum í Kaupmannahöfn, taldi óþarfa a& kjósa
nefnd í þetta mál, sem væri svo margrædt á&ur, og öll-
um kunnugt, en þó var þa& samþykkt me& 58 atkvæö-
um gegn 8, a& nefndina skyldi kjósa.
Á fundi, sem haldinn var laugardag 15. Oktober,
var kosib í nefndina, og ur&u þessir fyrir kosníngunui:
1. i Miillen, fyrrum hermannaforíngi (Major í hernum),
búandi í Kaupmannahöín; hann er tengdasonur
Kjartans Isfjörds, sem var kaupma&ur á Eskifir&i.
2. Gad, sem fyr er nefndur, frá Kaupmannahöfn.
3. Bönlökke, bóndi jar&eigandi, frá Randaróss amti á
Jótlandi.
4. Ree, stórkaupma&ur í Kaupmannahöfn.
5. Sören Jörgemen, bóndi jar&eigandi, frá Va&la (Veile)
amti á Jótlandi.
6. Raben, stórbóndi frá Vabla amti.
7. Thorup, bóndi jar&eigandi, frá Viborgar amti á
Jótlandi.