Ný sumargjöf - 01.01.1859, Qupperneq 12
með valdi og ætlaði að fara alein, þó náttmyrkrið ditti
á. Ljet þá fólkið undan kenni og útvegaði henni vagn,
því það var hrætt um, að ef henni vildi nokkurt slys
til, þá mundi því verða kennt um. |>egar hún hvað
eptir annað hafði verið spurð um, hvert förinni væri
heitið, svaraði hún loksins, að hún ætlaði til Basel, og
var þá vagninum ekið þangað á leið.
En þegar hún var koinin útúr þorpinu sá hún sig
um hönd, brá af ætlun sinni og skipaði vagnstjóra, að
snúa við og aka til Trótenburg, sem lá þaðan nokkrar
inílur. Hún sá að þarsem hún hafði slíkan mótstöð-
umann, sem Jakob Rauðskeggur var, myndi hún engu fá
til leiðar komið hjá dómnum íBasel, nema hún nvti annara
fulltingis. Vissi hún engann verðari til að verja sóma
sinn enn Fridrek Trótu, tryggðavin sinn, er hún unni
af alhuga. Náði hún þangað um miðnæturskeið og loguðu
ljósin enn í gluggum hallarinnar; var hún þá dauðþreytt.
Kom þjónn einn ofan á móti henni og beiddi hún hann
að fara inn og segja, hver koinin væri; en áður enn,
hann fengi sagt það, komu þær jungfrúrnar Bertha og
Kunígunda, systur Fridreks, útum dyrnar á neðsta forsal
hallarinnar. J>ær systur, sem voru vinkonur hennar,
hjálpuðu henni ofanúr vagninuin og fögnuðu henni með
mestu vinsemd; þvínæst fylgdu þær henni, og þó með
hálfum huga til bróður síns. Hann sat við borð og var
ðnnum kafinn. að lesa skjöl, áhrærandi inál nokkurt, er
hann átti í. En hversu brá honum þegar hann leit við,
í því hann heyrði þær koma, og sá frú Littegarde náföla
og titrandi falla á knje fyrir sjer. „Ástkærasta Litte-
garde!“ mælti hann um leið og hann stóð upp og reisti