Ný sumargjöf - 01.01.1859, Qupperneq 14
14
allrar veraldar.“ Komst Littegarde við af svo eðal-
lyndutn fyririnælum. og leiddi Friðrek hana tárfellandi
til Helenu móður sinnar, sem var gengin til svefnhóss
síns. Sagði hann hinni gömlu konu. sem hafði mestu
ást á Littegarde, að hún væri þeint kær gestur, og ætlaði
að dvelja í höll þeirra. og brá hann því á, að hún hefði
eigi getað verið á heintili sfnu, vegna ósamlyndis ættmanna
hennar. Var henni þegar sömu nótt fengin til íbúðar
heill armur hinnar stóru hallar og skápar þeir. er þar
voru, fylltir klæðum og líni af þeim systrum, og
mart fólk var henni fengið til þjónustu, svo vel mátti
sæma. Fridrek nefndi ekki á nafn, hverjar röksendir
hann ætlaði að bera frain fyrir dómnum, en á þriðja degi
eptir þetta lagði hann á stað til Basel, með riddurum
sínum og fylgdarmönnurn.
Meðan þetta gerðist, höfðu bræður Littegarde skrifað
dómnum í Basel, hver breyting var á orðin í kastala
þeirra. og hvort lieldur þeir nú hugðu systur sína seka,
eða þeim gekk annað til, að steypa henni í ógæfu, þá er
hitt víst að þeir í brjefi þessu ofurseldu hana vægðarlausri
lagahegningu, einsog hún væri sönn að sök. IJtrekstur
hennar úr kastalanum köiluðu þeir sjálfviljugan flótta:
sögðu þeir að hún hefði ekkert getað fundið sjer til rjett-
lætingar. hefði látið sjer nokkur raunaleg orð um munn
fara og síðan strokið burt úr höllinni; sóru þeir við allt,
sem helgast er, að þeir árangurslaust hefðu haft alla við-
leitni að finna hana aptur, og þækti þeim nú líklegast að
hún mundi flakka ineð einhverjum flagaranum, svo aö
svívirðing hennar yrði sem mest. Beiddust þeir því þess,
að nafn hennar yrði afrnáð úr ættartölu Breda-ættarinnar,