Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 16
16
var eigi synjað þess, og mændu nú augu allra, sem við
voru. á hann. En óðara enn hann hafði tekið við brjefinu
af kallaranum, og sem fljótast rennt augunum yfir það.
reif hann það í sundur í marga parta, vafði þá síðan
saman í glófa sinn og fleygði hvorutveggja f andlit
Jakobi greifa. kallaði hann svívirðilegan rógbera og
kvaðst skyldu sanna sakleysi frú Littegarde, svo að
til skarar skriði í guðs dóini. fyrir augum allrar
veraldar. I>á bliknaði Jakob Rauðskeggur upp, tók
upp glófann og mælti: „Svo sem það er víst, að guð
dæmir rjettvíslega, þarsem vopnaviðskipti skera úr, svo
víst er það, að eg í drengilegri og riddaralegri hólm-
göngu skal sanna, að það er satt, sem eg nauðugur hef
gert uppskátt um frú Littegarde.“ Að svo mæltu vjek
hann sjer að dómurunum og mælti: „Göfugu herrar!
skýrið hans keisaralegu hátign frá lögruðning þeirri, er
herra Fridrek Tróta hefur gert. og biðjið hans hátign að
ákveða stund og stað, nær og hvar við eigum að hittast
til þess að skera úr deilu þessari ineð vopnum vorum.“
Eptir þetta var dómþingi slitið og sendu dómararnir menn
til keisarans til þess að skýra frá atburði þessum, og ineð
því nú keisarinn tók að efast uin sakleysi greifans, stefndi
hann frú Littegarde eptir riddaralegum sið til Basel, til
að vera við einvígið; ákvað hann að það skyldi fram
fara á degi hinnar helgu Margrjetar á hallarplássi Basels-
hrorgar. og skyldu þeir Jakob greifi og Friðrek Tróta
berjast þar í viðurvist frú Littegarde.
Nú er hádegissólin á degi hinnar helgu Margrjetar
rann uppyfirturnaBaselsborgar, þyrptist ótölulegur mann-
grúi saman á hallarplássið: höfðu þar verið reistir pallar