Ný sumargjöf - 01.01.1859, Side 18
18
rjeðist í hennar vegna, því bæði hann og hún skyldu
brend íí báli, ef að guðs dómur í hólmgöngunni gengi
þeim í móti, en yrði Jakobi greifa í vil. fegar frú
Littegarde sá móður Friðreks og systur hans koma, stóð
hún upp af sæti sínu með slíkum tignarsvip sem ætíð
var á ásjónu hennar og sem nú var svo blandinn harmi.
að hvcr maður hlaut að vikna; gekk hún árnóti þeim
og spurði, hverra erinda þær kæmu á svo hátíðlegri
stund. „Dóttir gód!“ svaraði frú Helena og leiddi hana
afsíðis, ef þjer viljið fyrra móður þeim harmi, að gráta
son sinn. sem var hin eina stoð og stytta elli hennar,
þá stígið upp í vagn og farið með fullar hendur fjár
til einnar stórjarðarfyrir handan Rínarfljótog þiggið hana
af oss einsog gjöf.“ j>á varð frú Littegarde náföl og horfði
framaní hana þungt hugsandi, og er hún með sjálfri
sjer hafði skilið allt, sem bjó undir orðum Helenu tók
hún þannig til máls: „Göfugafrú! er sonur yðar valdur
þess, að þjer nú eruð hræddar um, að guð á þessari
miklu stund muni mótmæla sakleysi mínu?“ „því spyrjiö
þjer að því?" mælti frú Helena. j>á svaraði Littegarde;
„fví ef svo er, særi ■ eg hann, að hann láti heldur
sverðið sitja í slíðrum, enn að hann bregði því með
lítiltrúaðri hönd; eg særi hann þá, að láta eigi sigrast
af meðaumkvun, því eg er eigi uppá hana komin, heldur
að hann finni eitthvert yfirskyn til að gefa hólminn í
vald mótstöðumanni sínum og mig í guðs hönd.“ „Nei!
„mælti frú Helena,‘ sonur minn veit ekki af þessu.
Mundi illa sitja á honum að bjóða yður slíka kosti,
þegar rnest á ríður, þarsem hann hefur heitið frammi
fyrir dómnum að verja mál yðar með vopnum. Hann