Ný sumargjöf - 01.01.1859, Page 21
21
hjartað, og steyptist hann til jarðar í hinum glymjandi
herklæðum, en sverð og skjöldur hrutu ór höndum
honum. Fleygði greifinn vopnum sínum og setti fótinn
fyrir brjóst honum, en á meðan var þrisvar blásið í
lúðra, og reis keisarinn og allir þeir, sem á horfðu, upp
ór sætum sínum, fullir ótta og meðaumkvunar. Frú
Helena ruddist fram með báðum dætrum sínum og
fleygði sjer niður yfir son sinn, sem bröllti í hinum
dreyrstokkna aur. Hón kraup á knje við höfuð hans
og veinaði hástöfum, en Littegarde var hnígin í öngvit
uppá pallinum, tóku þá tveir dómþjónar hana og báru
til myrkvastofu. |>á mælti Helena, „Svívirðilega óráðs-
kona! hún var þá svo djörf, þó hún væri sjer glæpsins
meðvitandi, að koma hjer fram, og láta hinn dreng-
lyndasta vin ganga til einvígis í því skyni, að guð dæmdi
hana sýkna, þó hún hefði illan málstað.“ Hún hóf son
sinn upp frá jörðu og færðu þær systur hann úr spang-
abrynjunni, en hún leitaðist á meðan við að stöðva
blóðrásina. Dómþjónarnir komu nú eptir skipun keis-
arans til þess að flytja hann í varðhald einsog ódáða-
mann. Var hann lagður á börur með tilhjálp lækna
nokkurra, síðan var hann borinn til fangelsis og fylgdi
honum mesti manngrúi. j>eim Helenu og dætrum hennar
var leyft að vera hjá honum þangaðtil hann dæi, því
allir töldu hann af.
En þó sárin væru á hættulegum stað, þá lýsti
guðleg tilhlutun sjer í því, að þau reyndust eigi banvæn.
Kváðust læknarnir er fáir dagar voru liðnir, geta ábyrgst
ættmönnum hans, að hann mundi lifa og jafnvel verða
alheill að fárra vikna fresti. Hann var lengi meðvit-